Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 76

Jehóva, Guð friðarins

Jehóva, Guð friðarins

(Filippíbréfið 4:9)

1. Guð friðar eilífð frá,

aldrei fyrnast ást þín má.

Þínum þreyttu vottum veittu

frið og vænan ávöxt hjá.

Nú hlýðnum lýð hvers lands

veitir líf fórn lausnarans.

Verum iðin, elskum friðinn

sem er æðri hugsun manns.

2. En fæstir frið þinn sjá

því menn fá það sem þeir sá.

En þinn kæra frið munt færa

þeim sem fús þig hlýðir á.

Þinn vilja skiljum við,

trúföst vinnum þér við hlið.

Megi verkin, voldug merkin,

okkur veita meiri frið.

3. Þinn andi eykur sýn

og þitt orð er ljósgjöf brýn.

Langt það lýsir, leiðarvísir,

sorti heims við öðrum gín.

Þinn friður fagur er,

ljós um fylgsni hugans ber.

Með þann bjarta hug og hjarta

ætíð hljótum vernd frá þér.