Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 Söngur 38

Varpaðu áhyggjum þínum á Jehóva

Varpaðu áhyggjum þínum á Jehóva

(Sálmur 55)

1. Jehóva, heyr einlægt ákall

að ég megi finna þig,

ljá mér eyra, líttu til mín,

lát ei kvíða þjaka mig.

(VIÐLAG)

Áhyggjunum á Guð varpa,

umhyggju ber fyrir þér.

Aldrei lætur ástvin skjögra,

eflir þig og með þér er.

2. Ætti’ ég vængi eins og dúfa,

eitt sinn þjónn Guðs hrjáður bað,

undan skelfing óvinanna

eygja mætti hvíldarstað.

(VIÐLAG)

Áhyggjunum á Guð varpa,

umhyggju ber fyrir þér.

Aldrei lætur ástvin skjögra,

eflir þig og með þér er.

3. Er ég hrópa hátt til Drottins,

heyra mun hann mína raust,

frið mér veitir mitt í meinum

meðan ekki bifast traust.

(VIÐLAG)

Áhyggjunum á Guð varpa,

umhyggju ber fyrir þér.

Aldrei lætur ástvin skjögra,

eflir þig og með þér er.

(Sjá einnig Sálm. 22:6; 31:1-25.)