Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 Söngur 123

Hirðar, gjafir frá Guði

Hirðar, gjafir frá Guði

(Efesusbréfið 4:8)

1. Jehóva hjálpar hjörð sinni vel,

hirða hann veitir þeim.

Fordæmi sýna fagurt og þel,

forystu’ um allan heim.

(VIÐLAG)

Guð gefur trúa og trygga menn,

traust hafa áunnið sér.

Umhyggju auðsýna okkur þeir,

ávallt það meta skal hver.

2. Hirðunum er mjög um okkur annt,

okkur þeir vísa veg.

Ætíð þeir gæta okkar mjög grannt,

orð þeirra vingjarnleg.

(VIÐLAG)

Guð gefur trúa og trygga menn,

traust hafa áunnið sér.

Umhyggju auðsýna okkur þeir,

ávallt það meta skal hver.

3. Þeir veita ráð Guðs ritningum frá,

rétta þeir beina leið.

Aðstoðar njótum ávallt þeim hjá

allt okkar æviskeið.

(VIÐLAG)

Guð gefur trúa og trygga menn,

traust hafa áunnið sér.

Umhyggju auðsýna okkur þeir,

ávallt það meta skal hver.

(Sjá einnig Jes. 32:1, 2; Jer. 3:15; Jóh. 21:15-17; Post. 20:28.)