Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 48

Göngum hönd í hönd með Guði

Göngum hönd í hönd með Guði

(Míka 6:8)

1. Göngum hönd í hönd með Guði

hógvær lútum honum sérhvern dag.

Drottins ást fá óverðskuldað

allir þeir sem hyggja að hans hag.

Vegna lausnargjaldsins getum

gengið ótrauð við hans hlið.

Honum skulum við því vígjast,

veitum Jehóva okkar lið.

2. Nú er dagur dóms á jörðu,

dragast heimsins endalok því nær.

Þegar við því erum ofsótt

óttafull við gætum hörfað fjær.

Þar sem okkur vernd Guð veitir

viljum við hann nálgast þá.

Ef við hann af hjarta elskum

honum villumst við aldrei frá.

3. Stuðning okkur Guð sinn gefur

gegnum andann, einnig orðin skráð.

Notar söfnuð sinn til hjálpar,

svarar bænum sem við höfum tjáð.

Þegar við með Guði göngum

glæðist fagur vilji manns.

Líkjum eftir góðum Guði,

göngum hógvær í augsýn hans.