Fyrsta Mósebók 5:1–32

  • Frá Adam til Nóa (1–32)

    • Adam eignast syni og dætur (4)

    • Enok gekk með Guði (21–24)

5  Þetta er bókin sem segir sögu* Adams. Daginn sem Guð skapaði Adam gerði Guð hann líkan sér.  Hann skapaði þau karl og konu. Daginn sem þau voru sköpuð blessaði hann þau og kallaði þau „menn“.*  Adam var 130 ára þegar hann eignaðist son líkan sér, eftir sinni mynd. Hann nefndi hann Set.  Eftir að Set fæddist lifði Adam í 800 ár og eignaðist syni og dætur.  Ævidagar Adams urðu alls 930 ár. Þá dó hann.  Set var 105 ára þegar hann eignaðist Enos.  Eftir að Enos fæddist lifði Set í 807 ár og eignaðist syni og dætur.  Ævidagar Sets urðu alls 912 ár. Þá dó hann.  Enos var 90 ára þegar hann eignaðist Kenan. 10  Eftir að Kenan fæddist lifði Enos í 815 ár og eignaðist syni og dætur. 11  Ævidagar Enosar urðu alls 905 ár. Þá dó hann. 12  Kenan var 70 ára þegar hann eignaðist Mahalalel. 13  Eftir að Mahalalel fæddist lifði Kenan í 840 ár og eignaðist syni og dætur. 14  Ævidagar Kenans urðu alls 910 ár. Þá dó hann. 15  Mahalalel var 65 ára þegar hann eignaðist Jared. 16  Eftir að Jared fæddist lifði Mahalalel í 830 ár og eignaðist syni og dætur. 17  Ævidagar Mahalalels urðu alls 895 ár. Þá dó hann. 18  Jared var 162 ára þegar hann eignaðist Enok. 19  Eftir að Enok fæddist lifði Jared í 800 ár og eignaðist syni og dætur. 20  Ævidagar Jareds urðu alls 962 ár. Þá dó hann. 21  Enok var 65 ára þegar hann eignaðist Metúsala. 22  Eftir að Metúsala fæddist hélt Enok áfram að ganga með hinum sanna Guði* í 300 ár og eignaðist syni og dætur. 23  Ævidagar Enoks urðu alls 365 ár. 24  Enok gekk með hinum sanna Guði. Síðan sást hann ekki framar því að Guð tók hann. 25  Metúsala var 187 ára þegar hann eignaðist Lamek. 26  Eftir að Lamek fæddist lifði Metúsala í 782 ár og eignaðist syni og dætur. 27  Ævidagar Metúsala urðu alls 969 ár. Þá dó hann. 28  Lamek var 182 ára þegar hann eignaðist son. 29  Hann nefndi hann Nóa* og sagði: „Hann mun veita okkur lausn* undan erfiði og striti handa okkar á jörðinni sem Jehóva lýsti bölvun yfir.“ 30  Eftir að Nói fæddist lifði Lamek í 595 ár og eignaðist syni og dætur. 31  Ævidagar Lameks urðu alls 777 ár. Þá dó hann. 32  Nói var orðinn 500 ára þegar hann eignaðist Sem, Kam og Jafet.

Neðanmáls

Eða „Þetta er ættartala“.
Eða „Adam; mannkyn“.
Sjá orðaskýringar, „hinn sanni Guð“.
Merkir sennilega ‚hvíld; huggun‘.
Eða „hvíld“.