Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 Söngur 71

Gjöf Guðs, andinn heilagi

Gjöf Guðs, andinn heilagi

(Lúkas 11:13)

1. Jehóva, faðir, miskunnar mæti,

meiri’ okkar hjarta, þú veitir grið.

Léttu’ okkar byrði, linaðu angist,

líknandi andi þinn veiti’ okkur lið.

2. Dýrð þína skortir sköpunin jarðnesk,

skrikar því fótur af réttri leið.

Guð, heyrðu okkur, anda þinn veittu,

einatt hann leiði’ okkur um lífsins skeið.

3. Þegar við þreytumst, hryggjumst í hjörtum,

heilagur andi þinn reisir við.

Arnarins vængi veitir þinn styrkur,

vörn er þinn andi og hann veitir lið.

(Sjá einnig Sálm. 51:13; Jóh. 14:26; Post. 9:31.)