Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 Söngur 1

Eiginleikar Jehóva

Eiginleikar Jehóva

(Opinberunarbókin 4:11)

1. Jehóva Guð þú alvaldur ert,

uppspretta lífs, ljósið bjart hefur gert.

Þín undraverk sýna magnaðan mátt,

meira mun tjá þinn dagur brátt.

2. Hásæti þitt á réttvísi’ er reist,

réttlát þín boð, menn á þau geta treyst.

Ef oft við leitum í orðið þitt kært

augljós þar skín þín viska skært.

3. Fremst öllu er þín fullkomna ást,

fyrir allt gull þínar gjafir ei fást.

Þín eigindi og þitt einkanafn þá

upphefjum við og segjum frá.

(Sjá einnig Sálm. 36:9; 145:6-13; Jak. 1:17.)