Míka 6:1–16

  • Mál Guðs gegn Ísrael (1–5)

  • Til hvers ætlast Jehóva? (6–8)

    • Að menn geri rétt, sýni tryggð og séu hógværir (8)

  • Sekt Ísraels og refsing (9–16)

6  Heyrið það sem Jehóva segir. Stattu upp og gerðu grein fyrir máli þínu frammi fyrir fjöllunumog láttu hæðirnar heyra rödd þína.   Heyrið, fjöll, dómsmál Jehóva,þið undirstöður jarðar,því að Jehóva höfðar mál gegn þjóð sinni. Hann lætur Ísrael svara til saka:   „Þjóð mín, hvað hef ég gert þér? Hvernig hef ég dregið úr þér þrótt? Vitnaðu gegn mér.   Ég leiddi þig út úr Egyptalandi,leysti þig úr þrælahúsinu. Ég sendi Móse, Aron og Mirjam til þín.   Mundu, þjóð mín, hvað Balak konungur Móabs lagði tilog hverju Bíleam Beórsson svaraði– hvað gerðist á leiðinni frá Sittím til Gilgal – til að þú skiljir að Jehóva gerir það sem er rétt.“   Hvað á ég að koma með fram fyrir Jehóva? Hvað á ég að færa Guði í hæðum þegar ég fell fram fyrir honum? Á ég að færa honum brennifórnir,veturgamla kálfa?   Hefur Jehóva ánægju af hrútum í þúsundatali,olíu í stríðum straumum? Á ég að gefa frumgetinn son minn fyrir uppreisn mína,mitt eigið barn* fyrir synd mína?   Hann hefur sagt þér, maður, hvað er gott. Og til hvers ætlast Jehóva af þér?* Þess eins að þú gerir það sem er rétt,* sýnir tryggð*og gangir hógvær með Guði þínum.   Jehóva hrópar til borgarinnar. Þeir sem eru vitrir óttast nafn þitt. Hlustið á vöndinn og þann sem ákvað refsinguna. 10  Er enn að finna rangfenginn auð í húsi hins illaog andstyggilegt falsað efumál?* 11  Get ég verið siðferðilega hreinn* með svikavogog poka af fölsuðum vogarsteinum? 12  Auðmenn borgarinnar beita ofbeldiog íbúarnir fara með lygar. Tungan í munni þeirra er svikul. 13  „Þess vegna slæ ég þig og særiog legg þig í eyði vegna synda þinna. 14  Þú munt borða en ekki fá nægju þína,þú verður svangur áfram. Þú getur ekki bjargað því sem þú reynir að forðaog það sem þú tekur með þér gef ég sverðinu. 15  Þú sáir en uppskerð ekki,treður ólívur en færð ekki að nota olíunaog pressar þrúgur en færð ekkert vín að drekka. 16  Þú fylgir ákvæðum Omrí og öllu sem ætt Akabs hefur gertog ferð eftir ráðum þeirra. Þess vegna læt ég fólk hrylla við þérog blístra hæðnislega að íbúum borgarinnar. Þú þarft að þola fyrirlitningu þjóðanna.“

Neðanmáls

Eða „ávöxt líkama míns“.
Eða „hvað vill Jehóva fá frá þér í staðinn“.
Eða „sért réttlátur; sért sanngjarn“.
Eða „sért góður og tryggur í kærleika þínum“. Orðrétt „elskir tryggan kærleika“.
Sjá viðauka B14.
Eða „verið saklaus“.