Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 18

Elska Guðs er trúföst

Elska Guðs er trúföst

(Jesaja 55:1-3)

1. Trúföst Guðs elska er,

orð hans bera það með sér.

Guð í kærleik gaf sinn son,

gjald sem veitti lausnarvon.

Okkur er því unnt að fá

eilíft líf sem allir þrá.

(VIÐLAG)

Heyrið þið nú, þyrstu menn,

þiggið lífsins vatnið þá.

Drekkið það frítt, þyrstu menn,

þið munuð náð Guðs sjá.

2. Trúföst Guðs elska er,

allt hans verk því vitni ber.

Kenndi þennan kærleik sinn,

konungdóm fékk sonurinn.

Efndi svarinn sáttmálann.

Sjá, Guðs ríki stjórnar hann.

(VIÐLAG)

Heyrið þið nú, þyrstu menn,

þiggið lífsins vatnið þá.

Drekkið það frítt, þyrstu menn,

þið munuð náð Guðs sjá.

3. Trúföst Guðs elska er,

endurspeglum hana hér.

Hjálpum lítillátum meir,

leiti Drottins leiða þeir.

Í Guðs ótta prédikum,

aðra menn því uppörvum.

(VIÐLAG)

Heyrið þið nú, þyrstu menn,

þiggið lífsins vatnið þá.

Drekkið það frítt, þyrstu menn,

þið munuð náð Guðs sjá.