Sálmur 33:1–22

  • Skaparinn lofaður

    • „Syngið honum nýjan söng“ (3)

    • Jehóva skapaði allt með orði sínu og anda (6)

    • Hamingjusöm þjóð Jehóva (12)

    • Vökul augu Jehóva (18)

33  Fagnið yfir Jehóva, þið réttlátir,það hæfir hjartahreinum að lofa hann.   Þakkið Jehóva með hörpuleik,syngið honum lof og leikið undir á tístrengja hljóðfæri.   Syngið nýjan söng fyrir hann,leikið listilega á strengina og hrópið af gleði.   Orð Jehóva er satt og réttog við getum treyst öllu sem hann gerir.   Hann elskar réttlæti og réttvísi,öll jörðin ber vitni um tryggan kærleika Jehóva.   Með orði Jehóva voru himnarnir gerðir,með anda* munns hans allt sem í þeim er.*   Hann safnar saman vatni hafsins eins og með stífluvegg,lætur ólgandi vötnin í forðabúr.   Öll jörðin óttist Jehóva,allir jarðarbúar sýni honum lotningu   því að hann talaði – og allt varð til,gaf fyrirmæli – og það stóð þar. 10  Jehóva hefur ónýtt ráðagerðir þjóðanna,gert áform þeirra að engu. 11  En ákvarðanir Jehóva standa að eilífu,áform hjarta hans kynslóð eftir kynslóð. 12  Sú þjóð er hamingjusöm sem á Jehóva að Guði,fólkið sem hann kaus að gera að eign sinni. 13  Jehóva lítur niður af himni,hann sér hvert einasta mannsbarn. 14  Frá bústað sínumvirðir hann fyrir sér alla jarðarbúa. 15  Hann mótar hjörtu allra mannaog fylgist grannt með verkum þeirra. 16  Fjölmennur her bjargar engum konunginé miklir aflsmunir kappanum. 17  Hesturinn vekur falska von um sigur,*kraftar hans tryggja ekki undankomu. 18  Augu Jehóva vaka yfir þeim sem óttast hann,þeim sem vona á tryggan kærleika hans, 19  til að frelsa þá frá dauðaog halda lífinu í þeim í hungursneyð. 20  Við bíðum Jehóva með eftirvæntingu,hann er hjálp okkar og skjöldur. 21  Hjörtu okkar fagna yfir honumþví að við treystum á hans heilaga nafn. 22  Tryggur kærleikur þinn hvíli yfir okkur, Jehóva,meðan við bíðum eftir hjálp þinni.

Neðanmáls

Eða „andardrætti“.
Orðrétt „allur þeirra her“.
Eða „björgun“.