Hoppa beint í efnið

VERIÐ ALLTAF GLÖÐ

Umdæmismót Votta Jehóva 2020

Okkur er sönn ánægja að bjóða þér að horfa á dagskrána á þriggja daga árlegu umdæmismóti Votta Jehóva. Á þessu ári verður dagskráin sýnd á vefsetrinu jw.org vegna kórónuveirufaraldursins (COVID-19) sem nýlega hefur komið til sögunnar. Hún verður gerð aðgengileg í áföngum í júlí og ágúst.

SÝNISHORN

  • Föstudagur: Kynntu þér hvernig eiginmenn, eiginkonur, foreldrar og börn geta verið glöð og stuðlað að gleði í fjölskyldunni. Sjáðu hvernig náttúran, lífið í kringum okkur og hæfileiki okkar til að njóta þess sýnir að Guð vill að við séum glöð.

  • Laugardagur: Hvers vegna boða vottar Jehóva gleðifréttir Biblíunnar um allan heim? Fjölmargar ræður, myndskeið og viðtöl benda á biblíuleg rök fyrir boðun okkar og kennslu.

  • Sunnudagur: Biblían lofar því að ,blessun Jehóva auðgi og hann láti enga kvöl fylgja henni‘. (Orðskviðirnir 10:22) Hlustaðu á biblíutengdu ræðuna Hvað auðgar án þess að kvöl fylgi? og skoðaðu rökin fyrir því að hægt sé að treysta þessu loforði.

  • Kvikmynd: Hvaða lærdóm má draga af hugrekki og brennandi áhuga Nehemía sem Biblían greinir frá? Á dagskránni á laugardegi og sunnudegi er kvikmynd í tveimur hlutum sem nefnist Gleði Jehóva er styrkur ykkar. – Nehemíabók 8:10.

ÓKEYPIS DAGSKRÁ

ENGIN INNSKRÁNING EÐA SKRÁNING

Skoðaðu dagskrána í heild og horfðu á myndband um umdæmismót okkar.

Horfa á mótið