Hoppa beint í efnið

Kærleikurinn bregst aldrei

Mót Votta Jehóva 2019

Þú ert hjartanlega velkominn að sækja þetta árlega þriggja daga mót sem Vottar Jehóva halda.

HVAÐ ER Á DAGSKRÁ?

  • Föstudagur: Kynntu þér hvernig kærleikurinn bregst aldrei. Sjáðu líka hvernig kærleikur þinn getur vaxið þrátt fyrir erfiðleika í uppvextinum, langvinnan sjúkdóm eða fátækt. Nokkur stutt myndskeið sýna hvernig kærleikur Guðs birtist í náttúrunni.

  • Laugardagur: Veltu fyrir þér meginreglum Biblíunnar sem hjálpa eiginmönnum, eiginkonum og börnum að sýna hvert öðru ósvikinn kærleika.

  • Sunnudagur: Opinber biblíutengdur fyrirlestur sem nefnist „Hvar má finna sannan kærleika í hatursfullum heimi?“ útskýrir hvernig kærleikur hjálpar milljónum manna um heim allan að sigrast á fordómum og hatri.

  • Kvikmynd: Jósía sem Biblían greinir frá ólst upp í spilltu umhverfi. En hann var þekktur fyrir ,verk sem vitnuðu um trú‘. (2. Kroníkubók 35:26) Á laugardegi og sunnudegi geturðu horft á kvikmynd í tveimur hlutum sem nefnist Saga Jósía: Elskaðu Jehóva, hataðu hið illa.

  • Sérstakir gestir: Alþjóðlegum fulltrúum og trúboðum hvaðanæva úr heiminum hefur verið boðið að sækja svona mót sem eru haldin víða um heim. Sjáðu hvernig kærleikurinn er hafinn yfir sundrungu vegna kynþáttar, þjóðernis og stjórnmála.

AÐGANGUR ÓKEYPIS

ENGIN SAMSKOT

Sjáðu dagskrána í heild sinni og myndskeið um mót okkar.

Leita að nálægum samkomustað