Hoppa beint í efnið

Samkomur hjá Vottum Jehóva

Hvernig fara samkomur okkar fram? Leitaðu uppi næsta samkomustað.

Tilkynning vegna kórónaveirunnar (COVID-19): Víða hittumst við ekki í ríkissölum okkar eða í stórum hópum. Hafðu samband við Votta Jehóva til að fá nánari upplýsingar. Sérræðan „Hvaða leiðtoga getum við treyst á?“ verður tekin upp á myndband sem þú getur hlaðið niður eða spilað á vefnum ef þú getur ekki mætt.

Leita að nálægum samkomustað

Hvað fer fram á samkomum okkar?

Vottar Jehóva halda samkomur tvisvar í viku. (Hebreabréfið 10:24, 25) Á samkomunum skoðum við efni Biblíunnar og könnum hvernig við getum látið líf okkar mótast af kenningum hennar. Þær eru öllum opnar.

Samkomur okkar byggjast að stórum hluta til á þátttöku áheyrenda, ekki ósvipað og í skólastofu. Þær hefjast með söng og bæn og þeim er lokið með sama hætti.

Þú þarft ekki að vera vottur Jehóva til að sækja samkomur hjá okkur. Við bjóðum alla velkomna. Aðgangur er ókeypis og engin fjáröflun fer nokkurn tíma fram.