Hoppa beint í efnið

Minningarhátíð um dauða Jesú

Þriðjudaginn 4. apríl 2023

Einu sinni á ári minnast Vottar Jehóva dauða Jesú í samræmi við þessi fyrirmæli hans: „Gerið þetta til minningar um mig.“ – Lúkas 22:19.

Spurningar og svör

Hversu löng er dagskráin?

Hún er um það bil ein klukkustund.

Hvað fer fram á minningarhátíðinni?

Athöfnin hefst og henni lýkur með söng og bæn. Vottur Jehóva flytur bænina. Uppistaða minningarhátíðarinnar er ræða sem fer yfir mikilvægi dauða Jesú og hvaða gagn við höfum af því sem Guð og Jesús Kristur hafa gert fyrir okkur.