Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 Söngur 21

Sælir eru miskunnsamir

Sælir eru miskunnsamir

(Matteus 5:7)

1. Hve sælir eru mildir menn,

Guð metur slíka fegurð enn.

Hann þráir þeim að gefa grið

sem göfugt elska réttlætið.

Við Golgata sást guðleg náð

því gjald til lausnar var hans ráð.

Í miskunn fer með mannlegt hold,

þess minnist að við erum mold.

2. Guðs fyrirgefning friðar þá

sem fúsir öðrum miskunn tjá.

Af náð Guðs þeir því njóta góðs

af nægtum Drottins fórnarblóðs.

Með gleði miskunn miðla þeir

og mildir boða orð Guðs meir.

Af gæsku segja: „Gleðjist þú

því Guðsríki er komið nú.“

 3. Guðs elsku lítillátir sjá,

þá ljúft hann dæmir himni frá.

Hans miskunn kynnast munu vel

því milt þeir sýndu hjartaþel.

Ef mjög við glæðum milda lund

og miskunn sýnum hverja stund

þá verður okkur venja töm

að vera ætíð miskunnsöm.