Jesaja 55:1–13

  • Boð um að borða og drekka ókeypis (1–5)

  • Leitið Jehóva og áreiðanlegs orðs hans (6–13)

    • Vegir Guðs eru æðri vegum manna (8, 9)

    • Orð Guðs ber árangur (10, 11)

55  Komið, þið öll sem eruð þyrst, komið til vatnsins! Þið sem eruð peningalaus, komið, kaupið og borðið. Já, komið, kaupið vín og mjólk endurgjaldslaust, án peninga.   Hvers vegna borgið þið fyrir það sem er ekki brauðog eyðið launum ykkar* í það sem ekki seður? Hlustið vel á mig, þá fáið þið góðan matog gæðið ykkur á úrvalsréttum.*   Ljáið mér eyra og komið til mín. Hlustið, þá munuð þið lifaog ég skal gera eilífan sáttmála við ykkurí samræmi við þann trúa* og trygga kærleika sem ég lofaði Davíð.   Ég gerði hann að vitni fyrir þjóðirnar,að leiðtoga og foringja þjóðanna.   Þú munt kalla á þjóð sem þú þekkir ekkiog fólk sem þekkir þig ekki hleypur til þínvegna Jehóva Guðs þíns, Hins heilaga Ísraels,því að hann upphefur þig.   Leitið Jehóva meðan hann er að finna,kallið til hans meðan hann er nálægur.   Illmennið láti af illsku sinniog hinn vondi af illum hugsunum sínum. Hann snúi aftur til Jehóva sem miskunnar honum,til Guðs okkar því að hann fyrirgefur fúslega.*   „Hugsanir mínar eru ekki ykkar hugsanirog vegir ykkar ekki mínir vegir,“ segir Jehóva.   „Eins og himinninn er hærri en jörðin,þannig eru vegir mínir æðri ykkar vegumog hugsanir mínar æðri ykkar hugsunum. 10  Eins og regn og snjór fellur af himniog snýr ekki þangað aftur fyrr en það hefur vökvað jörðina og látið gróðurinn spretta og vaxa,gefið korn þeim sem sáir og brauð þeim sem borðar, 11  eins er það með orðið sem kemur af munni mínum. Það snýr ekki aftur til mín án þess að bera árangurheldur kemur til leiðar öllu sem ég vilog áorkar því sem ég ætlast til. 12  Þið farið burt með fögnuðiog verðið leidd til baka í friði. Fjöllin og hæðirnar fagna komu ykkar og hrópa af gleðiog tré merkurinnar klappa öll saman lófunum. 13  Í stað þyrnirunna vaxa einitréog í stað brenninetlunnar myrtutré. Þetta verður Jehóva til heiðurs,*eilíft tákn sem aldrei verður afmáð.“

Neðanmáls

Eða „laununum sem þið stritið fyrir“.
Orðrétt „feitmeti“.
Eða „áreiðanlega“.
Eða „ríkulega“.
Eða „víðfrægir nafn Jehóva“.