Sálmur 4:1–8

  • Bæn sem lýsir trausti á Guði

    • „Reiðist en syndgið ekki“ (4)

    • ‚Ég sef vært‘ (8)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Söngljóð eftir Davíð. 4  Svaraðu mér þegar ég hrópa, minn réttláti Guð,búðu mér leið út úr* erfiðleikum mínum. Vertu mér góður og heyrðu bæn mína.   Þið menn, hve lengi ætlið þið að ráðast að reisn minni og niðurlægja mig? Hve lengi ætlið þið að elska hið fánýta og eltast við blekkingar? (Sela)   Þið skuluð vita að Jehóva gerir vel við þann* sem er honum trúr. Jehóva heyrir þegar ég hrópa til hans.   Reiðist en syndgið ekki. Hugleiðið það uppi í rúmi og verið hljóðir. (Sela)   Færið fórnir með hreinu hjartaog treystið Jehóva.   Margir segja: „Hver mun gera okkur gott?“ Láttu auglit þitt lýsa yfir okkur, Jehóva.   Þú hefur fyllt hjarta mitt gleði,meiri en þeirra sem uppskera ríkulega af korni og nýju víni.   Ég leggst og sef værtþví að þú einn, Jehóva, lætur mig búa við öryggi.

Neðanmáls

Orðrétt „rýmkaðu um mig í“.
Eða „veitir þeim sérstöðu“.