Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Gagnleg nú á tímum

Gagnleg nú á tímum

Gagnleg nú á tímum

„Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.“ – SÁLMUR 119:105.

HVERNIG ER BIBLÍAN ÖÐRUVÍSI? Mörg bókmenntaverk eru kannski álitin meistaraverk en þau eru þó varla heppilegur leiðarvísir. Kennslu- og handbækur, sem gefnar eru út nú á tímum, þarf stöðugt að endurnýja. Í Biblíunni er hins vegar fullyrt að „það sem áður er ritað er ritað okkur til fræðslu“. – Rómverjabréfið 15:4.

DÆMI: Þótt Biblían sé ekki handbók um lækningar hefur hún að geyma viturleg ráð um hvernig hægt sé að stuðla að góðri heilsu. Hún segir til dæmis að „hugarró [sé] líkamanum líf“. (Orðskviðirnir 14:30) Hún bendir líka á hættuna sem fylgir því að einangra sig og segir: „Sérlyndur maður fer að eigin geðþótta og hafnar hverju hollráði.“ (Orðskviðirnir 18:1) Biblían gefur síðan þessi góðu ráð: „Sælla er að gefa en þiggja.“ – Postulasagan 20:35.

HVAÐ RANNSÓKNIR LEIÐA Í LJÓS: Rólyndi, sterk vináttubönd og gjafmildi geta bætt heilsu fólks. Í læknablaðinu The Journal of the American Medical Association segir: „Karlmenn sem fá reiðiköst eru í helmingi meiri hættu á að fá heilablóðfall heldur en karlmenn sem hafa stjórn á skapi sínu.“ Rannsókn sem gerð var í Ástralíu og stóð yfir í áratug leiddi í ljós að eldra fólk sem „hlúði að vináttuböndum og átti sér trúnaðarvini“ var yfirleitt líklegra til að lifa lengur en ella. Og árið 2008 komust vísindamenn frá Kanada og Bandaríkjunum að þeirri niðurstöðu að „það gefi manni meiri gleði að nota fjármuni sína öðrum til góðs en að eyða þeim í sjálfan sig“.

HVAÐ HELDUR ÞÚ? Myndirðu treysta læknisráðum annarra bóka sem fullgerðar voru fyrir næstum 2000 árum? Eða er Biblían einstök?

[Innskot á bls. 8]

„Biblían er að mínu mati mjög áhugaverð . . . vegna þess að í henni er að finna óbrigðul ráð sem stuðla að góðri heilsu.“ – HOWARD KELLY, LÆKNIR OG EINN STOFNANDI LÆKNADEILDAR VIÐ JOHN HOPKINS-HÁSKÓLA.