Orðskviðirnir 14:1–35

  • „Hjartað eitt þekkir kvöl sína“ (10)

  • Vegur sem virðist réttur getur leitt til dauða (12)

  • „Einfaldur maður trúir öllu“ (15)

  • „Hinn ríki á marga vini“ (20)

  • „Hugarró er líkamanum líf“ (30)

14  Vitur kona byggir upp heimili sitten hin heimska rífur það niður með berum höndum.   Sá sem fetar beinar brautir óttast Jehóvaen sá sem fer hlykkjóttar leiðir fyrirlítur hann.   Hrokatal heimskingjans er eins og högg með vendien varir hinna vitru vernda þá.   Jatan er hrein þar sem engir nautgripir eruen með öflugum uxa verður uppskeran mikil.   Áreiðanlegt vitni lýgur ekkien ljúgvitni fer með eintómar lygar.   Háðgjarn maður leitar visku en finnur enga. En þekking er auðfengin þeim sem hefur skilning.   Haltu þig fjarri heimskum manniþví að engin þekking kemur úr munni hans.   Með visku skilur hinn skynsami hvert leið hans ligguren hinir heimsku láta blekkjast af* fávisku sinni.   Heimskingjar hlæja að synd sinni*en hinir réttlátu eru sáttfúsir.* 10  Hjartað eitt þekkir kvöl sínaog enginn annar getur átt þátt í gleði þess. 11  Húsi hinna illu verður eytten tjald réttlátra blómstrar. 12  Vegur virðist kannski rétturen liggur samt til dauða. 13  Hjartað finnur stundum til þótt hlegið séog gleði getur endað í sorg. 14  Sá sem er rangsnúinn í hjarta fær makleg málagjölden góður maður hlýtur umbun fyrir verk sín. 15  Einfaldur maður trúir ölluen skynsamur maður íhugar hvert skref. 16  Vitur maður er varkár og forðast hið illaen heimskinginn er ógætinn* og öruggur með sig. 17  Reiðigjarn maður hegðar sér heimskulegaen sá sem hugsar sig um er hataður. 18  Hinir trúgjörnu erfa heimskuen hinir skynsömu verða krýndir þekkingu. 19  Vont fólk verður að lúta hinum góðuog illir menn krjúpa við dyr réttlátra. 20  Hinn fátæki er jafnvel hataður af náunga sínumen hinn ríki á marga vini. 21  Sá sem fyrirlítur náunga sinn syndgaren sá sem sýnir bágstöddum samkennd er hamingjusamur. 22  Þeir sem hafa ill áform villast af leiðen þeir sem vilja gera gott uppskera góðvild* og traust. 23  Af allri erfiðisvinnu hlýst ávinninguren orðin ein leiða til skorts. 24  Auður hinna vitru er kóróna þeirraen heimska hinna fávísu er og verður heimska. 25  Heiðarlegt vitni bjargar lífien svikarinn fer með eintómar lygar. 26  Sá sem óttast Jehóva treystir honum í einu og ölluog börn hans munu eiga sér athvarf. 27  Að óttast Jehóva er lífsbrunnurog forðar frá snörum dauðans. 28  Fjölmenn þjóð er konungi til prýðien valdhafi fellur ef þegnana vantar. 29  Sá sem er seinn til reiði sýnir mikla skynsemien hinn bráðláti lætur heimsku sína í ljós. 30  Hugarró er líkamanum líf*en öfund tærir beinin. 31  Sá sem svindlar á hinum bágstadda vanvirðir þann sem skapaði hannen sá sem sýnir fátækum samkennd heiðrar hann. 32  Hinn illi fellur um eigin illskuen ráðvendni hins réttláta er honum athvarf. 33  Viskan hefur hljótt um sig í hjarta hins skynsamaen hjá hinum heimsku lætur hún sífellt vita af sér. 34  Réttlæti er þjóð til sómaen synd er fólkinu til skammar. 35  Vitur þjónn ávinnur sér hylli konungsen sá sem hegðar sér skammarlega fær að kenna á reiði hans.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „blekkja með“.
Eða „sáttaumleitunum“.
Eða „meðal réttlátra er velvild“.
Eða „fokreiður“.
Eða „tryggan kærleika“.
Eða „heilsubót“.