Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Er hægt að lifa að eilífu?

Hvaða ráðstöfun leysir okkur undan dauðanum?

Fyrsti maðurinn, Adam, lifði í mörg hundruð ár en að lokum hrörnaði hann og dó. Upp frá því hefur fólk reynt ýmislegt til að komast hjá öldrun. Engum hefur þó tekist að umflýja dauðann. Af hverju ætli það sé? Adam hrörnaði og dó af því að hann syndgaði með því að óhlýðnast Guði. Við eldumst vegna þess að við fengum synd Adams í arf og laun syndarinnar eru dauði. – Lestu 1. Mósebók 5:5; Rómverjabréfið 5:12.

Til að við getum lifað að eilífu þurfum við á því að halda að einhver greiði lausnargjald fyrir okkur. (Jobsbók 33:24, 25) Lausnargjald er greitt til að fá einhvern lausan og við þurfum að losna undan dauðanum. (2. Mósebók 21:29, 30) Jesús greiddi þetta lausnargjald þegar hann dó fyrir okkur. – Lestu Jóhannes 3:16.

Hvernig getum við lifað að eilífu?

Ekki verða allir leystir undan veikindum og öldrun. Fólk sem óhlýðnast Guði, eins og Adam gerði, fær ekki þann heiður að lifa að eilífu. Aðeins þeir sem fá fyrirgefningu synda sinna geta lifað að eilífu. – Lestu Jesaja 33:24; 35:3-6.

Til að fá fyrirgefningu synda okkar þurfum við að gera eitthvað í málinu. Við þurfum að kynnast Guði með því að lesa í orði hans, Biblíunni. Þar lærum við hvernig við getum bætt líf okkar, fundið náð hjá Guði og hlotið eilíft líf. – Lestu Jóhannes 17:3; Postulasöguna 3:19, 20.