Hoppa beint í efnið

Hvernig er starfsemi Votta Jehóva fjármögnuð?

Hvernig er starfsemi Votta Jehóva fjármögnuð?

 Starfsemi okkar um allan heim er aðallega fjármögnuð með frjálsum framlögum safnaðarmanna. a Framlagabaukar eru á samkomustöðum okkar og upplýsingar um fleiri leiðir til að gefa framlög er að finna á framlagasíðunni. Hægt er að velja hvort framlögin fari í alþjóðastarf okkar, til safnaðarins á staðnum eða hvort tveggja.

 Ekki er ætlast til að vottar Jehóva borgi tíund eða greiði ákveðið hlutfall af launum sínum. (2. Korintubréf 9:7) Við stöndum aldrei fyrir fjársöfnun og það kostar ekkert að sækja samkomur okkar. Þeir sem sinna þjónustu innan safnaðarins taka heldur ekki greiðslu fyrir skírnir, jarðarfarir, giftingar eða aðra trúarlega þjónustu. Við erum ekki með kökusölur, basara, bingó, matarboð, tombólur eða nokkuð slíkt til að afla fjár og við fölumst ekki eftir framlögum. Framlög fólks eru aldrei auglýst á nokkurn hátt. (Matteus 6:2–4) Við höfum engar tekjur af auglýsingum á vefsíðunni okkar eða í ritunum.

 Hver og einn söfnuður Votta Jehóva gefur yfirlit yfir mánaðarlegt bókhald sitt á safnaðarsamkomum, en þær eru opnar öllum. Farið er reglulega yfir bókhald hvers safnaðar til að tryggja að farið sé skynsamlega með framlögin. – 2. Korintubréf 8:20, 21.

Leiðir til að gefa framlög

  •   Framlagabaukar: Hægt er að setja framlög í framlagabaukana í ríkissölum, mótshöllum og á öðrum stöðum þar sem samkomur okkar eru haldnar.

  •   Framlög á netinu: Í mörgum löndum er hægt að nota síðuna „Gefðu framlag til Votta Jehóva“ til að gefa framlög með kreditkortum, debetkortum, millifærslum og öðrum rafrænum hætti. b Sumir vottar kjósa að „leggja eitthvað fyrir“ í hverjum mánuði og nota einhverja af þessum aðferðum til að gefa framlag reglulega. – 1. Korintubréf 16:2.

  •   Fasteignir, hlutabréf og önnur verðbréf, erfðaskrár, líftryggingar og lífeyrissparnaður: Þú getur snúið þér til deildarskrifstofu Votta Jehóva þar sem þú býrð til að fá nánari upplýsingar ef þú hefur áhuga á að gefa framlag með einhverjum af þessum leiðum.

 Sjá „Gefðu framlag til Votta Jehóva“ til að fá frekari upplýsingar um mögulegar leiðir þar sem þú býrð til að gefa framlög til safnaðar Votta Jehóva.

a Sumir vilja gjarnan gefa framlag til að styðja starfsemi okkar þó að þeir séu ekki vottar.

b Sjá frekari upplýsingar í myndbandinu Að gefa rafræn framlög – leiðbeiningar.