Hoppa beint í efnið

Opinberunarbókin – hver er boðskapur hennar?

Opinberunarbókin – hver er boðskapur hennar?

Svar Biblíunnar

 Gríska orðið yfir Opinberunarbókina er Apokaʹlypsis sem merkir ‚afhjúpun‘ eða ‚opinberun‘. Opinberunarbókin gerir einmitt það. Hún afhjúpar mál sem höfðu verið hulin öldum saman og opinberar það sem myndi gerast löngu eftir að hún var færð í letur. Margir spádómar hennar eiga enn eftir að rætast.

Yfirlit yfir Opinberunarbókina

Lykillinn að því að skilja Opinberunarbókina

  1.   Boðskapur hennar er jákvæður en ekki ógnvekjandi fyrir þá sem þjóna Guði. Margir tengja Opinberunarbókina við miklar hamfarir en bókin byrjar og endar á því að segja að þeir sem lesa, skilja og fara eftir boðskap hennar verði hamingjusamir. – Opinberunarbókin 1:3; 22:7.

  2.   Í Opinberunarbókinni eru mörg tákn eða táknmyndir sem á ekki að taka bókstaflega. – Opinberunarbókin 1:1.

  3.   Margar persónur, stofnanir og tákn í Opinberunarbókinni eru kynntar til sögunnar fyrr í Biblíunni.

  4.   Sýnirnar fjalla um „Drottins dag“ sem hófst þegar ríki Guðs var stofnsett árið 1914 og Jesús tók að ríkja sem konungur. (Opinberunarbókin 1:10) Við getum því búist við að Opinberunarbókin rætist fyrst og fremst á okkar dögum.

  5.   Það sama gildir um Opinberunarbókina og aðrar biblíubækur. Ef við viljum skilja hana þurfum við meðal annars á visku frá Guði að halda og aðstoð þeirra sem skilja hana. – Postulasagan 8:26–39; Jakobsbréfið 1:5.