Hoppa beint í efnið

Hvað þarf til að skilja Biblíuna?

Hvað þarf til að skilja Biblíuna?

Svar Biblíunnar

Biblían bendir sjálf á margt af því sem hjálpar þér að skilja hana. Orð Guðs er „ekki óskiljanlegt eða fjarlægt þér“ hver svo sem bakgrunnur þinn er. – 5. Mósebók 30:11.

Fimm atriði sem hjálpa þér að skilja Biblíuna

  1. Temdu þér rétt viðhorf. Líttu á Biblíuna sem orð Guðs. Temdu þér auðmýkt því að Guð stendur gegn hrokafullum. (1. Þessaloníkubréf 2:13; Jakobsbréfið 4:6) Hins vegar skaltu ekki trúa í blindni því að í Biblíunni segir: „Lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs.“ – Rómverjabréfið 12:1, 2.

  2. Biddu Guð um visku. Í Orðskviðunum 3:5 segir: „Reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.“ Þess í stað skaltu ,biðja Guð um visku‘ og hjálp til að skilja boðskap Biblíunnar. – Jakobsbréfið 1:5

  3. Gerðu biblíulestur að venju. Það er mun gagnlegra að lesa reglulega í Biblíunni en að gera það bara af og til. – Jósúabók 1:8.

  4. Taktu ákveðið efni fyrir. Til að kynnast efni Biblíunnar er árangursríkt að rannsaka hvað hún segir um ákveðið viðfangsefni eða málefni. Byrjaðu á „byrjendafræðslunni“ og snúðu þér síðan að „fræðslunni fyrir lengra komna“ eins og segir í Hebreabréfinu 6:1, 2. Þá kemstu að því að það getur verið gagnlegt að bera saman mismunandi biblíuvers til að sjá hvernig þau útskýra hvert annað. Þetta getur líka átt við um „sumt þungskilið“ efni. – 2. Pétursbréf 3:16.

  5. Fáðu hjálp. Í Biblíunni erum við hvött til að þiggja hjálp annarra sem skilja efni hennar. (Postulasagan 8:30, 31) Vottar Jehóva bjóða ókeypis biblíunámskeið. Þeir bera saman biblíuvers, líkt og kristnir menn gerðu á fyrstu öld, til að hjálpa öðrum að skilja hvað Biblían kennir. – Postulasagan 17:2, 3.

Það sem er ekki nauðsynlegt

  1. Miklar gáfur eða menntun. Í augum sumra voru postular Jesú „ekki lærðir, heldur óbrotnir alþýðumenn“. Þeir skildu samt ritningarnar og útskýrðu þær fyrir öðrum. – Postulasagan 4:13.

  2. Peningar. Þú getur kynnt þér boðskap Biblíunnar þér að kostnaðarlausu. Jesús sagði við lærisveina sína: „Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.“ – Matteus 10:8.