Lúkas segir frá 2:1–52

  • Fæðing Jesú (1–7)

  • Englar birtast fjárhirðum (8–20)

  • Umskurður og hreinsun (21–24)

  • Símeon sér Krist (25–35)

  • Anna talar um barnið (36–38)

  • Setjast að í Nasaret (39, 40)

  • Jesús 12 ára í musterinu (41–52)

2  Um þessar mundir kom sú tilskipun frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla íbúa ríkisins.*  (Þetta var fyrri skrásetningin og hún var gerð meðan Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi.)  Allir fóru til að láta skrá sig, hver til sinnar borgar.  Jósef gerði það auðvitað líka. Hann var af ætt Davíðs og fór því frá borginni Nasaret í Galíleu til Júdeu, til borgar Davíðs sem heitir Betlehem.  Hann fór til að láta skrá sig ásamt Maríu eiginkonu sinni* sem átti von á sér um þetta leyti.  Meðan þau voru þar kom sá tími að hún skyldi fæða.  Hún fæddi son, frumburð sinn, vafði hann í reifar og lagði hann í jötu þar sem ekki var pláss fyrir þau í gistihúsinu.  Á þessum slóðum héldu fjárhirðar til undir berum himni og gættu hjarða sinna um nóttina.  Skyndilega stóð engill Jehóva* frammi fyrir þeim og dýrð Jehóva* ljómaði í kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir 10  en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir því að ég flyt ykkur fagnaðarboðskap sem verður öllum til mikillar gleði. 11  Í dag fæddist ykkur frelsari í borg Davíðs, það er Drottinn Kristur. 12  Hafið þetta til marks: Þið finnið ungbarn vafið í reifar og liggjandi í jötu.“ 13  Allt í einu birtist með englinum mikill fjöldi engla.* Þeir lofuðu Guð og sögðu: 14  „Dýrð sé Guði í hæðum uppi og friður á jörð meðal manna sem hann hefur velþóknun á.“* 15  Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins sögðu fjárhirðarnir hver við annan: „Við verðum að fara til Betlehem til að sjá það sem hefur gerst og Jehóva* hefur látið okkur vita af.“ 16  Og þeir flýttu sér þangað og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið sem lá í jötunni. 17  Þegar þeir sáu þetta sögðu þeir frá því sem þeim hafði verið sagt um barnið. 18  Allir sem heyrðu til undruðust það sem hirðarnir sögðu 19  en María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi hvað það merkti. 20  Á leiðinni til baka lofuðu hirðarnir Guð og vegsömuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð en allt var það eins og þeim hafði verið sagt. 21  Átta dögum síðar kom að því að umskera drenginn og hann var þá nefndur Jesús eins og engillinn sagði að hann ætti að heita áður en hann var getinn í móðurkviði. 22  Þegar tíminn kom að þau skyldu hreinsast í samræmi við Móselögin fóru þau með hann upp til Jerúsalem til að bera hann fram fyrir Jehóva* 23  eins og stendur í lögum Jehóva:* „Hver karlkyns frumburður* skal vera helgaður Jehóva.“* 24  Og þau færðu fórn í samræmi við lög Jehóva* en þar segir: „tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur“. 25  Í Jerúsalem var réttlátur og guðrækinn maður sem hét Símeon. Hann beið þess að Ísrael fengi huggun, og heilagur andi var yfir honum. 26  Guð hafði líka opinberað honum fyrir tilstilli heilags anda að hann myndi ekki deyja fyrr en hann hefði séð Krist sem Jehóva* sendi. 27  Hann kom nú í musterið eftir leiðsögn andans, og þegar foreldrarnir komu með drenginn Jesú til að gera eins og venja var samkvæmt lögunum 28  tók hann drenginn í faðm sér, lofaði Guð og sagði: 29  „Alvaldur Drottinn, nú lætur þú þjón þinn fara í friði eins og þú hefur lofað, 30  því að augu mín hafa séð þann sem veitir frelsun 31  og þú hefur sent í augsýn allra þjóða. 32  Hann verður ljós til að eyða hulunni sem umlykur þjóðirnar og verður til dýrðar þjóð þinni, Ísrael.“ 33  Faðir og móðir drengsins undruðust það sem sagt var um hann. 34  Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður barnsins: „Þessi drengur verður til þess að margir í Ísrael falla og aðrir rísa upp, og hann verður tákn sem margir tala gegn. 35  Þannig kemur innsta eðli margra* í ljós en sverð* mun nísta sál þína.“ 36  Nú var þar spákona sem hét Anna Fanúelsdóttir og var af ættkvísl Assers. Hún var orðin öldruð og hafði búið með manni sínum í sjö ár eftir að þau giftust* 37  en var nú ekkja, 84 ára gömul. Hún var öllum stundum í musterinu og veitti heilaga þjónustu dag og nótt með föstum og innilegum bænum. 38  Hún kom til þeirra á þessari sömu stundu og fór að þakka Guði og tala um barnið við alla sem væntu þess að Jerúsalem yrði frelsuð. 39  Þegar þau höfðu gert allt sem kveðið var á um í lögum Jehóva* sneru þau aftur til Galíleu, til heimaborgar sinnar Nasaret. 40  Drengurinn stækkaði, styrktist og óx að viti og Guð hafði velþóknun á honum. 41  Nú voru foreldrar hans vanir að fara til Jerúsalem á hverju ári til að sækja páskahátíðina. 42  Þegar hann var 12 ára fóru þau upp eftir til hátíðarinnar eins og þau voru vön. 43  Þegar þau héldu heim á leið eftir hátíðisdagana varð drengurinn Jesús eftir í Jerúsalem en foreldrarnir tóku ekki eftir því. 44  Þau gerðu ráð fyrir að hann væri með samferðafólkinu og fóru eina dagleið áður en þau byrjuðu að leita hans meðal ættingja og kunningja. 45  En þau fundu hann ekki og sneru því aftur til Jerúsalem og leituðu að honum úti um allt. 46  Eftir þrjá daga fundu þau hann í musterinu þar sem hann sat meðal kennaranna, hlustaði á þá og spurði þá spurninga. 47  Allir sem heyrðu til hans voru forviða á skilningi hans og svörum. 48  Foreldrar hans voru gáttaðir þegar þeir sáu hann og móðir hans spurði: „Barn, hvers vegna gerðirðu okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað örvæntingarfull að þér.“ 49  Hann svaraði þeim: „Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki að ég hlaut að vera í húsi föður míns?“ 50  En þau skildu ekki hvað hann átti við. 51  Hann fór síðan með þeim heim til Nasaret og var þeim hlýðinn* áfram. En móðir hans geymdi öll þessi orð í hjarta sér. 52  Jesús þroskaðist jafnt og þétt að viti og vexti og bæði Guð og menn fengu sífellt meiri mætur á honum.

Neðanmáls

Orðrétt „alla heimsbyggðina“.
Orðrétt „sem hafði gifst honum eins og hafði verið lofað“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „engla úr her himnanna“.
Eða „vill sýna góðvild“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „Allt karlkyns sem opnar móðurlíf“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „koma hugsanir margra hjartna“.
Orðrétt „langt sverð“.
Orðrétt „frá því að hún var mey“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „undirgefinn“.