Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 02

Biblían veitir von

Biblían veitir von

Fólk um allan heim glímir við vandamál sem valda sorg, kvíða og kvöl. Hefur þú verið í slíkum aðstæðum? Þú þjáist kannski vegna veikinda eða ástvinamissis. Hefurðu velt fyrir þér hvort lífið verði einhvern tíma betra? Biblían veitir hughreystandi svar við því.

1. Hvernig veitir Biblían von?

Biblían útskýrir hvers vegna það eru svona mörg vandamál í heiminum. En hún færir okkur líka þær gleðifréttir að þessi vandamál verði brátt úr sögunni. Loforð Biblíunnar geta veitt okkur „vonarríka framtíð“. (Lestu Jeremía 29:11, 12.) Þessi loforð hjálpa okkur að takast á við vandamál okkar, vera jákvæð og njóta varanlegrar hamingju.

2. Hvernig lýsir Biblían framtíðinni?

Biblían lýsir framtíðinni svona: „Dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ (Lestu Opinberunarbókina 21:4.) Þau vandamál sem fylla fólk vonleysi nú á dögum verða ekki lengur til – eins og fátækt, óréttlæti, veikindi og dauði. Biblían lofar að fólk fái að njóta lífsins að eilífu í paradís á jörð.

3. Hvernig geturðu verið viss um að loforð Biblíunnar rætist?

Margir reyna að vera bjartsýnir á framtíðina en geta ekki verið vissir um að vonir þeirra rætist. Því er öðruvísi farið með loforð Biblíunnar. Við getum byggt upp traust á það sem Biblían segir með því að ‚rannsaka Ritningarnar‘. (Postulasagan 17:11) Þú getur komist að því hvort þú getir treyst því sem Biblían segir um framtíðina með því að kynna þér hana.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu nokkur af loforðum Biblíunnar varðandi framtíðina. Kynntu þér hvernig vonin sem Biblían gefur hjálpar fólki núna.

4. Biblían gefur okkur von um eilíft líf við fullkomnar aðstæður

Skoðaðu loforð Biblíunnar sem eru talin upp hér fyrir neðan. Hvaða loforð höfða sérstaklega til þín? Hvers vegna?

Lesið biblíuversin sem tengjast loforðunum og hugleiðið eftirfarandi spurningar:

  • Finnst þér þessi vers gefa þér von? Gætu þau veitt fjölskyldu þinni og vinum von?

Ímyndaðu þér að lifa við eftirfarandi aðstæður:

ENGINN MUN …

ALLIR MUNU …

  • búa við sársauka, hrörna eða þurfa að deyja. – Jesaja 25:8.

  • glíma við neikvæðar hugsanir eða sárar minningar. – Jesaja 65:17.

  • lifa að eilífu við bestu aðstæður sem hugsast getur. – Sálmur 37:29.

5. Loforð Biblíunnar breyta miklu

Margir missa kjarkinn eða verða jafnvel reiðir vegna vandamálanna sem þeir sjá. Sumir reyna af öllum mætti að breyta ástandinu til hins betra. Taktu eftir hvernig loforð Biblíunnar um betra ástand hjálpar fólki núna. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða óréttlæti angraði Rafiku?

  • Hvernig hjálpaði Biblían henni þótt óréttlætið hyrfi ekki?

Framtíðarvon Biblíunnar hjálpar okkur að takast á við kjarkleysi og vera glöð þrátt fyrir vandamál okkar. Lesið Orðskviðina 17:22 og Rómverjabréfið 12:12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Heldur þú að vonarboðskapur Biblíunnar geti haft áhrif á líf þitt núna? Hvers vegna?

SUMIR SEGJA: „Framtíðarloforð Biblíunnar eru of góð til að vera sönn.“

  • Hvers vegna finnst þér mikilvægt að skoða málið sjálfur?

SAMANTEKT

Biblían lofar okkur hamingjuríkri framtíð og gefur okkur þannig von og hjálp til að takast á við erfiðleika.

Upprifjun

  • Hvers vegna þarf fólk að kynnast loforðum Guðs?

  • Hvernig lýsir Biblían framtíðinni?

  • Hvernig geturðu haft gagn af því núna að eiga góða framtíðarvon?

Markmið

KANNAÐU

Sjáðu hvernig von um framtíðina getur hjálpað þeim sem glíma við langvinn veikindi.

„Langvinn veikindi – getur Biblían komið að gagni?“ (Vefgrein)

Horfðu á tónlistarmyndbandið og sjáðu þig og fjölskyldu þína fyrir þér njóta lífsins í þeirri paradís sem Biblían lofar.

Brátt kemur sú stund (3:37)

Lestu um hvernig líf umhverfisverndarsinna breyttist þegar hann kynntist loforðum Biblíunnar um framtíðina.

„Mér finnst ekki lengur eins og ég þurfi að breyta heiminum“ (Varðturninn 1. september 2013)