Orðskviðirnir 17:1–28

  • Launaðu ekki gott með illu (13)

  • Forðaðu þér áður en rifrildi hefst (14)

  • „Sannur vinur elskar alltaf“ (17)

  • „Glatt hjarta er gott meðal“ (22)

  • Skynsamur maður gætir orða sinna (27)

17  Betri er þurr brauðbiti þar sem friður ríkir*en fullt hús af veislumat* með deilum.   Vitur þjónn er settur yfir son sem er til skammarog fær arf með bræðrum hans.   Bræðslupotturinn er fyrir silfrið og ofninn fyrir gulliðen Jehóva kannar hjörtun.   Vondur maður gefur gaum að skaðlegum orðumog lygarinn hlustar á illgjarna tungu.   Sá sem hæðist að hinum fátæka vanvirðir þann sem skapaði hannog sá sem gleðst yfir óförum annarra sleppur ekki við refsingu.   Barnabörnin eru kóróna hinna öldruðuog feðurnir* stolt sona* sinna.   Heiðarleg* orð hæfa ekki heimskingjaog hvað þá lygin valdhafa.*   Gjöf er eins og eðalsteinn fyrir þann sem á hana,*hún færir honum velgengni hvert sem hann fer.   Sá sem fyrirgefur* mistök stuðlar að kærleikaen sá sem staglast á þeim veldur vinaslitum. 10  Hygginn maður hefur meira gagn af ávítumen heimskinginn af hundrað höggum. 11  Vondur maður er sífellt í uppreisnarhugen miskunnarlaus sendiboði kemur og refsar honum. 12  Betra er að mæta birnu rænda húnum sínumen heimskingja í fíflsku hans. 13  Ef einhver launar gott með illuhverfur ógæfan aldrei frá húsi hans. 14  Að kveikja deilu er eins og að opna flóðgátt.* Forðaðu þér áður en rifrildið brýst út. 15  Sá sem sýknar hinn illa og sá sem fordæmir hinn réttlátaeru báðir andstyggð í augum Jehóva. 16  Hvað gagnast það heimskingjanum að hafa tök á að afla sér viskuef hjarta hans er ekki móttækilegt?* 17  Sannur vinur elskar alltafog er sem bróðir* á raunastund. 18  Óskynsamur maður gerir samkomulag með handabandiog ábyrgist lán í viðurvist náunga síns. 19  Sá sem elskar þrætur elskar afglöp. Sá sem gerir dyr sínar háar býður hættunni heim. 20  Sá sem er spilltur í hjarta á ekkert gott í vændumog sá sem er svikull í tali steypir sér í glötun. 21  Þeim sem getur af sér heimskt barn er það mikil raunog faðir bjánans gleðst ekki. 22  Glatt hjarta er gott meðal*en depurð dregur úr manni allan þrótt.* 23  Vondur maður þiggur mútur með leyndtil að hindra framgang réttvísinnar. 24  Skynsamur maður hefur viskuna alltaf fyrir sjónumen augu hins heimska reika um alla jörðina. 25  Heimskur sonur hryggir föður sinnog veldur móður sinni hugarangri. 26  Að refsa* réttlátum manni er ekki gottog að hýða heiðursmenn er rangt. 27  Vitur maður gætir orða sinnaog skynsamur maður heldur ró sinni. 28  Jafnvel heimskingi er talinn vitur ef hann þegirog skynsamur ef hann lokar munninum.

Neðanmáls

Eða „í næði“.
Orðrétt „sláturfórnum“.
Eða „foreldrarnir“.
Eða „barna“.
Eða „Fáguð“.
Eða „göfugum manni“.
Eða „steinn sem færir eiganda sínum blessun“.
Orðrétt „breiðir yfir“.
Eða „rjúfa stíflu“.
Eða „ef hann skortir skynsemi“.
Eða „bróðir fæddur til að hjálpa“.
Eða „góð heilsubót“.
Eða „tærir upp beinin“.
Eða „sekta“.