Hoppa beint í efnið

Hvernig er biblíunámskeiðið sem Vottar Jehóva bjóða upp á?

Hvernig er biblíunámskeiðið sem Vottar Jehóva bjóða upp á?

 Hvernig fer biblíunámskeið fram?

 Einkakennari hjálpar þér að kynnast Biblíunni og tekur fyrir eitt viðfangsefni í einu. Með hjálp biblíunámsritsins Von um bjarta framtíð kynnistu boðskap Biblíunnar stig af stigi og lærir hvernig hann getur hjálpað þér. Horfðu á myndbandið til að læra meira.

 Þarf ég að borga fyrir námskeiðið?

 Nei. Vottar Jehóva fylgja leiðbeiningunum sem Jesús gaf lærisveinum sínum: „Gefins hafið þið fengið, gefins skuluð þið láta í té.“ (Matteus 10:8) Það kostar ekkert fyrir þig að fá námsgögnin, þar á meðal eintak af Biblíunni og ritinu Von um bjarta framtíð.

 Hvað er námskeiðið langt?

 Bókin í heild er 60 kaflar. Þú velur á hvaða hraða þú vilt fara yfir efnið en mögum nemendum finnst gott að fara yfir einn eða fleiri kafla á viku.

 Hvernig byrja ég?

  1.  1. Fylltu út beiðni á netinu. Við notum persónuupplýsingarnar sem þú gefur upp aðeins til að verða við beiðninni um að vottur Jehóva hafi samband við þig.

  2.  2. Kennari hefur samband við þig. Kennarinn útskýrir hverju þú getur búist við á biblíunámskeiðinu og svarar spurningum þínum.

  3.  3. Þú og kennarinn ákveðið hvernig námskeiðinu verður háttað. Námskeiðið getur verið augliti til auglitis eða í gegnum síma, myndsímtal, bréfaskriftir eða tölvupóst. Námsstundirnar eru alla jafna í um eina klukkustund en þær geta verið styttri eða lengri ef það hentar þér.

 Get ég prófað námskeiðið fyrst?

 Já. Fylltu út beiðni á netinu til að gera það. Þegar kennari hefur samband við þig geturðu látið hann vita að þig langi til að prófa biblíunámsstund og vita hvernig þér líkar hún. Kennarinn notar bæklinginn Von um bjarta framtíð, sem er með þrem inngangsköflum, til að þú getir séð hvernig þér líkar námið.

 Verður þrýst á mig til að gerast vottur Jehóva ef ég þigg biblíunámskeið?

 Nei. Vottar Jehóva hafa yndi af því að fræða aðra um Biblíuna en við þrýstum aldrei á neinn til að ganga í söfnuð okkar. Við kynnum kurteislega það sem Biblían segir og viðurkennum að hver og einn hefur rétt á að ákveða hverju hann trúir. – 1. Pétursbréf 3:15.

 Má ég nota mína eigin biblíu?

 Já, þú mátt nota hvaða þýðingu Biblíunnar sem þú vilt. Þó að okkur finnist gott að nota Nýheimsþýðingu Biblíunnar sem er skýr og nákvæm gerum við okkur grein fyrir að margir vilja heldur nota þá þýðingu sem þeir eru vanir.

 Má ég bjóða öðrum með á námskeiðið?

 Já. Öll fjölskyldan má vera með og hvaða vinir sem þig langar til að bjóða.

 Má ég þiggja biblíunámskeið aftur ef ég hef áður kynnt mér Biblíuna með hjálp votta Jehóva?

 Já. Þú gætir reyndar haft meira gaman af biblíunámskeiðinu eins og það er núna því að búið er að uppfæra aðferðirnar og efnið til að mæta þörfum fólks nú á dögum. Það er sjónrænna og í meira samtalsformi en áður.

 Bjóðið þið upp á biblíunámskeið án kennara?

 Já. Flestir læra best með hjálp kennara en sumir vilja heldur kynnast efninu sjálfir fyrst. Á síðunni okkar yfir biblíunámsgögn eru ókeypis námsgögn og ráð sem geta hjálpað þér að kynna þér Biblíuna. Hér eru nokkur námsgögn sem gætu gagnast þér: