Hoppa beint í efnið

Hvers vegna ætti ég að biðja? Heyrir Guð bænir mínar?

Hvers vegna ætti ég að biðja? Heyrir Guð bænir mínar?

Svar Biblíunnar

 Guð heyrir bænir. Biblían segir að Guð bænheyri fólk og reynslan ber líka vitni um það. Í Biblíunni segir: „[Guð] uppfyllir óskir þeirra sem óttast hann og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.“ (Sálmur 145:19) En það er að miklu leyti undir sjálfum þér komið hvort hann bænheyri þig.

Það sem skiptir Guð máli

  •   Að biðja til Guðs en ekki til Jesú, Maríu, dýrlinga, engla eða líkneskja. Aðeins Jehóva Guð er sá „sem heyrir bænir“. – Sálmur 65:3.

  •   Að biðja í samræmi við vilja Guðs og kröfur sem finna má í Biblíunni. – 1. Jóhannesarbréf 5:14.

  •   Að biðja í nafni Jesú og viðurkenna þannig stöðu hans. „Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ – Jóhannes 14:6.

  •   Að biðja í trú, jafnvel um sterkari trú ef þess er þörf. – Matteus 21:22; Lúkas 17:5.

  •   Að vera auðmjúk og einlæg. Í Biblíunni stendur: „Drottinn er hár en lítur þó til hins lága.“ – Sálmur 138:6.

  •   Að vera þolgóð. Jesús sagði: „Biðjið og yður mun gefast.“ – Lúkas 11:9.

Það sem skiptir Guð ekki máli

  •   Kynþáttur eða þjóðerni. „Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ – Postulasagan 10:34, 35.

  •   Staða eða stelling. Þú getur beðið til Guðs hvort sem þú ert sitjandi, krjúpandi eða standandi. – 1. Kroníkubók 17:16; Nehemíabók 8:6; Daníel 6:11.

  •   Hvort þú biður upphátt eða í hljóði. Guð heyrir jafnvel hljóðar bænir sem aðrir verða ekki varir við. – Nehemíabók 2:1-6.

  •   Hvort erindi þitt er brýnt eða smávægilegt. Í Biblíunni fáum við þessa hvatningu: „Varpið allri áhyggju ykkar á [Guð] því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ – 1. Pétursbréf 5:7.