Hoppa beint í efnið

Hjálpar Guð mér ef ég bið til hans?

Hjálpar Guð mér ef ég bið til hans?

Svar Biblíunnar

 Já, Guð hjálpar þeim sem biðja í einlægni bænir sem eru í samræmi við vilja hans. Þó að þú hafir ekki beðið áður getur verið uppörvandi að sjá að í Biblíunni er sagt frá fólki sem bað: „Hjálpaðu mér, Guð.“ Til dæmis stendur:

  •   „Hjálpa mér, Drottinn, Guð minn, bjarga mér eftir miskunn þinni.“ – Sálmur 109:26.

  •   „Ég er hrjáður og snauður ... Þú ert fulltingi mitt og frelsari.“ – Sálmur 40:18.

 Þeir sem skrifuðu þetta höfðu auðvitað sterka trú á Guð. En Guð hlustar á alla sem biðja til hans með réttu hugarfari, eins og þá sem „hafa sundurmarið hjarta“ eða „sundurkraminn anda“. – Sálmur 34:19.

 Þú þarft ekki að óttast að Guð sé svo fjarlægur að hann hafi ekki áhuga á vandamálum þínum. Í Biblíunni stendur: „Drottinn er hár en lítur þó til hins lága, þekkir hinn drambláta í fjarska.“ (Sálmur 138:6) Jesús sagði meira að segja við lærisveina sína: „Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin.“ (Matteus 10:30) Guð veit ýmislegt um þig sem þú veist jafnvel ekki sjálfur. Þú mátt því vera viss um að hann hlustar ef þú biður hann um hjálp til að takast á við áhyggjur. – 1. Pétursbréf 5:7.