Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?

Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?

Svar Biblíunnar

Guðsríki leysir allar stjórnir manna af hólmi og ríkir yfir allri jörðinni. (Daníel 2:44; Opinberunarbókin 16:14) Þegar það gerist mun Guðsríki koma eftirfarandi til leiðar:

  • Afmá hina ranglátu sem valda okkur öllum skaða með eigingirni sinni.„Hinir ranglátu verða upprættir úr landinu.“ – Orðskviðirnir 2:22.

  • Binda enda á stríð. „[Guð] stöðvar stríð til endimarka jarðar.“ – Sálmur 46:10.

  • Koma á hagsæld og öryggi á jörðinni. „Þá munu menn sitja óhræddir, hver undir sínum vínviði eða fíkjutré.“ – Míka 4:4.

  • Gera jörðina að paradís. „Eyðimörkin og skrælnað landið gleðjist, öræfin fagni og blómstri.“ – Jesaja 35:1.

  • Sjá til þess að allir lifi innihaldsríku líf og hafi ánægjulega vinnu. „[Guðs] útvöldu njóta ávaxta iðju sinnar. Þeir munu ekki erfiða til einskis.“ – Jesaja 65:21-23.

  • Útrýma sjúkdómum. „Enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er veikur.‘“ – Jesaja 33:24.

  • Losa okkur við öldrun. „Þá styrkist hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til æskudaga sinna.“ – Jobsbók 33:25.

  • Reisa hina dánu upp til lífs. „Allir þeir sem í gröfunum eru munu heyra raust [Jesú] og ganga fram.“ – Jóhannes 5:28, 29.

 

Meira

GLEÐIFRÉTTIR FRÁ GUÐI

Hverjar eru gleðifréttirnar?

Kynntu þér hverjar þær eru, hvers vegna þær eru áríðandi og hvað þú ættir að gera.

HVAÐ KENNIR BIBLÍAN?

Hvað ætlast Guð fyrir með jörðina?

Á tilgangur Guðs með paradís eftir að rætast? Ef svo er, hvenær?