Hoppa beint í efnið

Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?

Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?

Svar Biblíunnar

Guðsríki leysir allar stjórnir manna af hólmi og ríkir yfir allri jörðinni. (Daníel 2:44; Opinberunarbókin 16:14) Þegar það gerist mun Guðsríki koma eftirfarandi til leiðar:

  • Afmá hina ranglátu sem valda okkur öllum skaða með eigingirni sinni. „Hinir ranglátu verða upprættir úr landinu.“ – Orðskviðirnir 2:22.

  • Binda enda á stríð. „[Guð] stöðvar stríð til endimarka jarðar.“ – Sálmur 46:10.

  • Koma á hagsæld og öryggi á jörðinni. „Þá munu menn sitja óhræddir, hver undir sínum vínviði eða fíkjutré.“ – Míka 4:4.

  • Gera jörðina að paradís. „Eyðimörkin og skrælnað landið gleðjist, öræfin fagni og blómstri.“ – Jesaja 35:1.

  • Sjá til þess að allir lifi innihaldsríku líf og hafi ánægjulega vinnu. „[Guðs] útvöldu njóta ávaxta iðju sinnar. Þeir munu ekki erfiða til einskis.“ – Jesaja 65:21-23.

  • Útrýma sjúkdómum. „Enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er veikur.‘“ – Jesaja 33:24.

  • Losa okkur við öldrun. „Þá styrkist hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til æskudaga sinna.“ – Jobsbók 33:25.

  • Reisa hina dánu upp til lífs. „Allir þeir sem í gröfunum eru munu heyra raust [Jesú] og ganga fram.“ – Jóhannes 5:28, 29.