Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hvernig kemst heimsfriður á?

Hvernig kemst heimsfriður á?

Svar Biblíunnar

Heimsfriður kemst á, en ekki fyrir atbeina manna heldur Guðsríkis. Jesús Kristur fer með völdin í þessari himnesku stjórn. Taktu eftir hvernig Biblían fræðir okkur um þessa dásamlegu von.

  1. Guð „stöðvar stríð til endimarka jarðar“ og uppfyllir loforðið um að þá verði „friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. – Sálmur 46:10; Lúkas 2:14, 15, Biblían 1981.

  2. Stjórn Guðs mun ríkja yfir allri jörðinni frá himni. (Daníel 7:14) Þessi alheimsstjórn útrýmir þjóðernishyggju sem er undirrót margra átaka.

  3. Jesús er stjórnandi Guðsríkis og er kallaður „Friðarhöfðingi“. Undir hans stjórn mun „friðurinn engan enda taka“. – Jesaja 9:5, 6.

  4. Fólk sem er ákveðið í að eiga í ófriði fær ekki að lifa undir stjórn Guðsríkis vegna þess að Guð „hatar þann sem elskar ofríki“. – Sálmur 11:5; Orðskviðirnir 2:22.

  5. Guð kennir þegnum sínum að lifa í friði. Biblían lýsir árangrinum á þessa leið: Þjóðirnar „munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ – Jesaja 2:3, 4.

Með hjálp Guðs eru milljónir votta Jehóva um allan heim að læra að vera friðsamir. (Matteus 5:9) Þótt við tilheyrum mörgum þjóðum og búum í rösklega 230 löndum neitum við að taka okkur vopn í hönd gegn náunga okkar.

Vottar Jehóva læra nú þegar að temja sér frið.

 

Meira

GLEÐIFRÉTTIR FRÁ GUÐI

Hverjar eru gleðifréttirnar?

Kynntu þér hverjar þær eru, hvers vegna þær eru áríðandi og hvað þú ættir að gera.

HVERJIR GERA VILJA JEHÓVA?

Hvers konar fólk er vottar Jehóva?

Hve marga votta Jehóva þekkirðu? Hvað veistu um okkur?