Orðskviðirnir 2:1–22

  • Viska er mikils virði (1–22)

    • Leitaðu að visku eins og földum fjársjóði (4)

    • Skynsemin veitir vernd (11)

    • Hörmulegar afleiðingar siðleysis (16–19)

2  Sonur minn, ef þú tekur við orðum mínumog varðveitir boðorð mín,   ljáir viskunni eyraog hneigir hjartað að hyggindum,   já, ef þú kallar á skilninginnog hrópar á hyggindin,   ef þú leitar að þeim eins og silfriog grefur eftir þeim eins og földum fjársjóðum,   þá skilurðu hvað það er að óttast Jehóvaog þú kynnist Guði   því að Jehóva veitir visku,af munni hans kemur þekking og hyggindi.   Hann varðveitir viskuna handa hinum heiðarleguog er skjöldur hinna ráðvöndu.   Hann vakir yfir stígum réttlætisinsog verndar veg sinna trúu.   Þá skilurðu hvað er réttlátt, rétt og sanngjarnt,skilur hverja braut hins góða. 10  Þegar viska kemur í hjarta þittog þekking gleður sál* þína 11  mun skynsemin vaka yfir þérog hyggindin vernda þig. 12  Það bjargar þér frá vegi hins illa,frá mönnum sem rangsnúa hinu rétta, 13  frá þeim sem yfirgefa götur réttlætisinsog ganga á vegum myrkursins, 14  frá þeim sem hafa ánægju af vonskuverkum,og gleðjast yfir illsku og spillingu, 15  þeim sem fara hlykkjóttar leiðirog eru svikulir í öllu sem þeir gera. 16  Það bjargar þér frá siðspilltri* konu,frá tælandi orðum siðlausrar* konu 17  sem yfirgefur náinn æskuvin sinn*og gleymir sáttmála Guðs síns. 18  Hús hennar sekkur niður til dauðansog götur* hennar liggja til hinna dánu. 19  Enginn sem hefur mök við hana* snýr aftur,né ratar til baka inn á götur lífsins. 20  Fylgdu því vegi góðra mannaog haltu þig á stígum hinna réttlátu. 21  Hinir réttlátu einir munu búa á jörðinniog hinir ráðvöndu* verða þar áfram. 22  En hinum illu verður útrýmt af jörðinniog svikarar verða upprættir þaðan.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „framandi“. Greinilega konu sem fylgir ekki siðferðisreglum Guðs.
Orðrétt „útlendrar“. Greinilega konu sem er fjarlæg Guði.
Eða „yfirgefur eiginmann æsku sinnar“.
Orðrétt „slóðir“.
Orðrétt „gengur inn til hennar“.
Eða „ámælislausu“.