Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Heitir Guð eitthvað?

Heitir Guð eitthvað?

Heitir Guð eitthvað?

Algeng svör:

„Hann heitir Drottinn.“

▪ „Hann hefur ekkert eiginnafn.“

Hvað sagði Jesús?

„Þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“ (Matteus 6:9) Jesús trúði því að Guð hefði nafn.

▪ „Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim.“ (Jóhannes 17:26) Jesús kunngerði nafn Guðs.

▪ „Þér munuð eigi sjá mig fyrr en þar er komið að þér segið: Blessaður sé sá er kemur í nafni Drottins [„Jehóva,“ New World Translation]!“ (Lúkas 13:35; Sálmur 118:26) Jesús notaði nafn Guðs.

Í BIBLÍUNNI segir Guð okkur sjálfur hvað hann heitir: „Eg er Jahve; það er nafn mitt.“ * (Jesaja 42:8, Biblían 1908) Hebreska nafnið, sem Guð gaf sjálfum sér, er yfirleitt borið fram Jahve eða Jehóva. Það kemur þér kannski á óvart en þetta sérstaka hebreska nafn kemur mörg þúsund sinnum fyrir í fornum biblíuhandritum. Það kemur oftar fyrir í Biblíunni en nokkurt annað nafn.

Þegar sumir eru spurðir: „Hvað heitir Guð?“ svara þeir kannski: „Drottinn.“ En í rauninni er það jafn óljóst og að svara: „Frambjóðandinn,“ þegar spurt er hver hafi unnið kosningarnar. Hvorugt svarið er fullnægjandi þar sem orðin „Drottinn“ og „frambjóðandinn“ eru ekki sérnöfn.

Af hverju opinberaði Guð okkur nafn sitt? Hann gerði það svo að við gætum kynnst honum betur. Tökum dæmi: Sami maðurinn getur verið kallaður herra, yfirmaður, pabbi eða afi, allt eftir aðstæðum. Þessir titlar segja okkur ýmislegt um manninn. En nafn hans minnir okkur á allt sem við vitum um hann. Titlar eins og Drottinn, hinn almáttugi, faðir og skapari varpa sömuleiðis ljósi á mismunandi hliðar á persónuleika Guðs. En aðeins nafn hans, Jehóva, minnir okkur á allt sem við vitum um hann. Það er varla hægt að þekkja Guð í raun og veru án þess að vita hvað hann heitir.

En það er ekki aðeins mikilvægt að þekkja nafn hans heldur verðum við líka að nota það. Af hverju? Af því að í Biblíunni er okkur sagt: „Hver, sem ákallar nafn Jahve, mun frelsast.“ — Jóel 3:5, Biblían 1908; Rómverjabréfið 10:13.

[Neðanmáls]

^ gr. 9 Á bls. 195-197 í bókinni Hvað kennir Biblían? er fjallað um merkingu nafns Guðs og útskýrt af hverju nafnið er ekki að finna í öllum biblíuþýðingum. Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.

[Innskot á blaðsíðu 6]

Sami maðurinn getur verið kallaður herra, yfirmaður, pabbi eða afi, allt eftir aðstæðum. En eiginnafn hans minnir okkur á allt sem við vitum um hann.