Sálmur 118:1–29

  • Þakkið Jehóva sigra hans

    • ‚Ég hrópaði til Jah og hann svaraði‘ (5)

    • „Jehóva er mér við hlið“ (6, 7)

    • Steinninn sem var hafnað verður aðalhornsteinn (22)

    • „Sá sem kemur í nafni Jehóva“ (26)

118  Þakkið Jehóva því að hann er góður,tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Ísrael segi nú: „Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“   Þeir sem tilheyra ætt Arons segi nú: „Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“   Þeir sem óttast Jehóva segi nú: „Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“   Ég hrópaði til Jah* í angist minni,Jah svaraði mér og leiddi mig á öruggan* stað.   Jehóva er mér við hlið, ég óttast ekki neitt. Hvað geta mennirnir gert mér?   Jehóva er mér við hlið og hjálpar* mér,ég fæ að horfa á hatursmenn mína sigraða.   Betra er að leita athvarfs hjá Jehóvaen að treysta á menn.   Betra er að leita athvarfs hjá Jehóvaen að treysta á höfðingja. 10  Allar þjóðir umkringdu migen í nafni Jehóvahrakti ég þær burt. 11  Þær umkringdu mig, já, ég var umkringdur á alla veguen í nafni Jehóvahrakti ég þær burt. 12  Þær umkringdu mig eins og býfluguren þær fuðruðu upp eins og eldur í þyrnum. Í nafni Jehóvahrakti ég þær burt. 13  Mér var hrint* harkalega til að ég skyldi fallaen Jehóva hjálpaði mér. 14  Jah er skjól mitt og styrkur,hann hefur bjargað mér. 15  Fagnaðar- og siguróp*berast frá tjöldum réttlátra. Hægri hönd Jehóva sýnir mátt sinn. 16  Hægri hönd Jehóva er upphafin,hægri hönd Jehóva sýnir mátt sinn. 17  Ég ætla ekki að deyja, nei, ég ætla að lifatil að kunngera verk Jah. 18  Jah ávítaði mig harðlegaen gaf mig ekki dauðanum á vald. 19  Opnaðu fyrir mér hlið réttlætisins,ég ætla að ganga þar inn og lofa Jah. 20  Þetta er hlið Jehóva,hinn réttláti gengur þar inn. 21  Ég lofa þig því að þú svaraðir mérog þú bjargaðir mér. 22  Steinninn sem smiðirnir höfnuðuer orðinn að aðalhornsteini. 23  Hann er frá Jehóva,hann er dásamlegur í augum okkar. 24  Þetta er dagurinn sem Jehóva gerði,við gleðjumst og fögnum á honum. 25  Við biðjum þig, Jehóva, viltu bjarga okkur! Jehóva, viltu veita okkur sigur! 26  Blessaður er sá sem kemur í nafni Jehóva. Við blessum ykkur frá húsi Jehóva. 27  Jehóva er Guð,hann gefur okkur ljós. Verið með í hátíðargöngunni með greinar í hendiallt að hornum altarisins. 28  Þú ert Guð minn og ég lofa þig,Guð minn, ég vil upphefja þig. 29  Þakkið Jehóva því að hann er góður,tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

Neðanmáls

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „rúmgóðan“.
Eða hugsanl. „ásamt þeim sem hjálpa“.
Eða hugsanl. „Þú hrintir mér“.
Eða „Óp fagnaðar og frelsunar“.