Jesaja 42:1–25

  • Þjónn Guðs og hlutverk hans (1–9)

    • ‚Jehóva er nafn mitt‘ (8)

  • Syngið Jehóva nýjan lofsöng (10–17)

  • Ísrael er blindur og heyrnarlaus (18–25)

42  Sjáið þjón minn sem ég styð,minn útvalda sem ég hef velþóknun á! Ég hef látið anda minn koma yfir hann. Hann mun færa þjóðunum réttlæti.   Hann hrópar hvorki né hækkar róminnog lætur rödd sína ekki heyrast á strætunum.   Hann brýtur ekki brákaðan reyrog slekkur ekki á rjúkandi kveik. Í trúfesti kemur hann á réttlæti.   Hann þreytist ekki né bugast. Hann færir jörðinni réttlætiog eyjarnar bíða eftir lögum* hans.   Þetta segir hinn sanni Guð, Jehóva,hinn mikli Guð sem skapaði himininn og þandi hann út,hann sem breiddi út jörðina með öllu sem á henni vex,sem gefur íbúum hennar andardráttog þeim anda sem ganga á henni:   „Ég, Jehóva, hef kallað þig í réttlæti mínuog tekið í hönd þína. Ég vernda þig og geri þig að sáttmála fyrir fólkiðog ljósi fyrir þjóðirnar   til að þú opnir augu blindra,leiðir fangann út úr dýflissunniog þá sem sitja í myrkri út úr fangelsinu.   Ég er Jehóva, það er nafn mitt. Ég gef ekki öðrum dýrð mína*né úthöggnum líkneskjum það lof sem mér ber.   Það sem ég hef áður sagt er komið framog nú boða ég nýja hluti. Ég segi ykkur frá þeim áður en örlar fyrir þeim.“ 10  Syngið Jehóva nýjan söng,lofsyngið hann frá endimörkum jarðar,þið sæfarar og allt sem í hafinu er,þið eyjar og íbúar þeirra. 11  Óbyggðirnar og borgir þeirra láti í sér heyra,þorpin þar sem Kedar býr. Þeir sem búa á klettunum fagni,þeir hrópi af fjallatindunum. 12  Þeir gefi Jehóva dýrðinaog lofi hann á eyjunum. 13  Jehóva heldur af stað eins og kappi. Hann brennur af ákafa eins og stríðsmaður. Hann hrópar, já, hann rekur upp heróp. Hann reynist óvinum sínum yfirsterkari. 14  „Ég hef þagað lengi. Ég var hljóður og hafði hemil á mér. En nú styn ég eins og kona í fæðingu,mása og stend á öndinni. 15  Ég legg fjöll og hæðir í eyðiog læt allt sem vex á þeim visna. Ég breyti ám í eyjar*og þurrka upp sefgrónar tjarnir. 16  Ég leiði blinda eftir vegi sem þeir þekkja ekkiog læt þá ganga ókunnar götur. Ég geri myrkrið fyrir framan þá að birtuog hrjóstrugt landið að sléttlendi. Þetta geri ég fyrir þá og ég yfirgef þá ekki.“ 17  Þeir sem reiða sig á skurðgoð,þeir sem segja við málmlíkneskin:* „Þið eruð guðir okkar,“ neyðast til að hörfa með skömm. 18  Hlustið, þið heyrnarlausu,sjáið, þið blindu. 19  Hver er blindur eins og þjónn minn,heyrnarlaus eins og sendiboði minn? Hver er eins blindur og sá sem fær launin,eins blindur og þjónn Jehóva? 20  Þú sérð margt en gefur því ekki gaum. Eyrun eru opin en þú hlustar ekki. 21  Vegna réttlætis sínshefur Jehóva ánægju af að sýna hve mikil og stórfengleg lög hans eru.* 22  En þetta er rænd og rupluð þjóð,allir festast í gryfjum og eru lokaðir inni í fangelsum. Farið er ránshendi um landið en enginn bjargar þeim,þeir eru rændir en enginn segir: „Skilið þeim!“ 23  Hver ykkar heyrir þetta? Hver gefur því gaum og dregur lærdóm af því? 24  Hver hefur gert Jakob að ránsfengog gefið Ísrael ræningjum á vald? Er það ekki Jehóva, hann sem við syndguðum gegn? Þeir neituðu að ganga á vegum hansog hlýddu ekki lögum* hans. 25  Þess vegna úthellti hann reiði sinni yfir þá,bræði sinni og stríðsofsa. Logar stríðsins eyddu öllu í kringum þá en þeir gáfu því engan gaum. Þeir blossuðu gegn þeim en þeir tóku það ekki til sín.

Neðanmáls

Eða „fræðslu“.
Eða „gef engum öðrum af dýrð minni“.
Eða „þurrlendi“.
Eða „steyptu líkneskin“.
Eða „fræðsla hans er“.
Eða „fræðslu“.