Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

3 | Reynslusögur í Biblíunni geta hjálpað okkur

3 | Reynslusögur í Biblíunni geta hjálpað okkur

BIBLÍAN SEGIR FRÁ … trúföstum körlum og konum sem voru fólk „eins og við“. – JAKOBSBRÉFIÐ 5:17.

Hvað þýðir það?

Í Biblíunni er fullt af reynslusögum af körlum og konum sem upplifðu alls konar tilfinningar. Þegar við lesum þessar frásögur getum við kannski sett okkur í spor einhvers sem sagt er frá.

Hvernig hjálpar þetta?

Við þurfum öll að finna að einhver skilji okkur, sérstaklega ef við erum að berjast við geðraskanir. Þegar við lesum reynslusögur í Biblíunni gætum við samsamað okkur persónunum og þekkt sömu hugsanir og tilfinningar og þær. Þá sjáum við að öðrum hefur liðið eins og okkur og við áttum okkur á að við erum ekki ein að takast á við kvíða og aðrar erfiðar tilfinningar.

  • Biblían vitnar í marga sem fannst þeir bjargarlausir og voru örvæntingafullir. Hefur þér einhvern tíma fundist þú ekki getað haldið út lengur? Móse leið þannig og líka Elía og Davíð. – 4. Mósebók 11:14; 1. Konungabók 19:4; Sálmur 55:4.

  • Biblían segir frá konu sem hét Hanna. Hún var í „miklu uppnámi“ vegna þess að hún gat ekki eignast börn og hin kona eiginmanns hennar hæddist að henni fyrir það. – 1. Samúelsbók 1:6, 10.

  • Okkur hefur kannski liðið eins og Job, manni sem Biblían segir frá. Þótt hann hafi haft sterka trú á Jehóva var hann niðurdreginn og leið mjög illa. Hann sagði eitt sinn: „Ég hef óbeit á lífi mínu, ég vil ekki lifa lengur.“ – Jobsbók 7:16.

Þegar við sjáum hvernig þessum einstaklingum tókst að sigrast á neikvæðu hugsanamynstri getum við líka fengið styrk til að takast á við erfiðleika okkar.