Sálmur 55:1–23

  • Bæn eftir að hafa verið svikinn af vini

    • Hæddur af nánum vini (12–14)

    • „Varpaðu byrði þinni á Jehóva“ (22)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Maskíl* eftir Davíð. 55  Hlustaðu á bæn mína, Guð,hunsaðu ekki bæn mína um miskunn.*   Veittu mér athygli og svaraðu mér. Ég finn enga ró fyrir áhyggjumog veit ekki mitt rjúkandi ráð   vegna hótana óvinarinsog kúgunar illvirkjans. Þeir steypa yfir mig ógæfuog hata mig heiftarlega.   Angist nístir hjarta mittog ótti dauðans hellist yfir mig.   Hræðsla og skelfing grípur mig,ég nötra allur og skelf.   Ég segi hvað eftir annað: „Bara að ég hefði vængi eins og dúfa. Þá myndi ég fljúga burt og finna öruggan stað.   Ég myndi flýja langt í burtog dveljast í óbyggðunum. (Sela)   Ég myndi flýta mér í skjól,burt frá veðurofsanum, burt frá storminum.“   Ruglaðu þá, Jehóva, og gerðu áform þeirra að engu*því að ég sé ofbeldi og deilur í borginni. 10  Dag og nótt ganga þær um á múrum hennar,illska og ógæfa ríkja þar inni fyrir. 11  Hörmungar eru alls staðar í borginni,kúgun og svik hverfa aldrei frá torgum hennar. 12  Það er ekki óvinur sem hæðir migþví að það gæti ég þolað. Það er ekki fjandmaður sem hefur risið gegn mér,ef svo væri gæti ég falið mig fyrir honum. 13  Nei, það ert þú, jafningi minn,félagi minn og náinn vinur. 14  Vinátta okkar var yndisleg,við gengum ásamt mannfjöldanum í hús Guðs. 15  Glötun komi yfir óvini mínaog þeir fari lifandi niður í gröfina*því að illska býr hjá þeim og í þeim. 16  En ég ætla að hrópa til Guðsog Jehóva bjargar mér. 17  Kvölds og morgna og um miðjan dag harma ég og stynog hann heyrir andvörp mín. 18  Hann bjargar* mér og gefur mér frið fyrir þeim sem berjast gegn méren óvinir mínir eru margir. 19  Guð mun heyra og láta til sín taka,hann sem hefur setið í hásæti sínu frá örófi alda. (Sela) Þeir vilja ekki breytast,þeir sem óttast ekki Guð. 20  Hann* réðst á þá sem lifðu í sátt við hann,braut sáttmálann sem hann gerði. 21  Orð hans eru sleipari en smjören hjarta hans hneigist til stríðs. Orð hans eru mýkri en olíaen eru þó sem brugðin sverð. 22  Varpaðu byrði þinni á Jehóvaog hann mun styðja þig. Hann leyfir aldrei að hinn réttláti hrasi.* 23  En Guð, þú steypir þeim niður í djúp grafarinnar. Þessir blóðseku og svikulu menn munu deyja áður en ævidagar þeirra eru hálfnaðir. En ég treysti þér.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „feldu þig ekki þegar ég bið um hjálp“.
Orðrétt „sundraðu tungum þeirra“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „endurleysir“.
Það er, fyrrverandi vinurinn í 13. og 14. versi.
Eða „verði valtur á fótum“.