Sálmur 51:1–19

  • Iðrunarfull bæn

    • Syndugur frá getnaði (5)

    • „Hreinsaðu mig af synd minni“ (7)

    • „Skapaðu í mér hreint hjarta“ (10)

    • Kramið hjarta er Guði að skapi (17)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð þegar Natan spámaður kom til hans eftir að Davíð hafði haft kynmök við Batsebu. 51  Sýndu mér velvild, Guð, vegna þíns trygga kærleika,afmáðu afbrot mín vegna þinnar miklu miskunnar.   Þvoðu mig hreinan af sekt minniog hreinsaðu mig af synd minni   því að ég veit að ég hef brotið af mérog synd mín þjakar mig stöðugt.*   Gegn þér hef ég syndgað fyrst og fremst,*ég hef gert það sem er illt í þínum augum. Þú ert því réttlátur þegar þú talar,dómur þinn er réttur.   Ég hef verið sekur frá því að ég fæddistog syndugur frá því að ég var getinn í móðurlífi.   Þú hefur velþóknun á hreinskilni hjartans,kenndu mínum innri* manni sanna visku.   Hreinsaðu mig af synd minni með ísóp svo að ég verði hreinn,þvoðu mig svo að ég verði hvítari en snjór.   Láttu mig heyra fögnuð og gleðisvo að beinin sem þú sundurkramdir taki gleði sína á ný.   Snúðu augliti þínu frá syndum mínumog afmáðu öll afbrot mín. 10  Guð, skapaðu í mér hreint hjartaog gefðu mér nýjan og stöðugan anda. 11  Kastaðu mér ekki burt frá augliti þínuog taktu ekki heilagan anda þinn frá mér. 12  Leyfðu mér að gleðjast aftur yfir björgun þinni,vektu með mér löngun til að hlýða þér.* 13  Ég vil kenna lögbrjótum vegi þínasvo að syndarar snúi aftur til þín. 14  Frelsaðu mig frá blóðskuld, Guð, þú sem frelsar mig,svo að tunga mín geti boðað réttlæti þitt með fögnuði. 15  Jehóva, opnaðu varir mínarsvo að munnur minn geti lofað þig. 16  Þú vilt ekki sláturfórn, annars myndi ég færa þér hana. Þú kærir þig ekki um brennifórn. 17  Fórnir sem Guð kann að meta eru iðrunarfullur andi. Guð, þú hafnar* ekki hjarta sem er brotið og kramið. 18  Gerðu vel við Síon því að þú ert góður,endurreistu múra Jerúsalem. 19  Þá muntu gleðjast yfir réttlætisfórnum,brennifórnum og alfórnum,þá verður nautum fórnað á altari þínu.

Neðanmáls

Eða „er stöðugt frammi fyrir mér“.
Orðrétt „Gegn þér, þér einum, hef ég syndgað“.
Eða „hulda“.
Orðrétt „styddu mig með fúsum anda“.
Eða „fyrirlítur“.