Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Spunaþræðir kræklingsins

Spunaþræðir kræklingsins

KRÆKLINGUR getur fest sig við steina, hluti úr tré eða skipsskrokka rétt eins og hrúðurkarlar. Hrúðurkarlinn límir sig hins vegar fastan við hluti en kræklingurinn hangir í hárfínum þráðum sem eru kallaðir spunaþræðir. Þó að þræðirnir geri kræklinginn hreyfanlegan svo að hann á auðveldara með að afla sér fæðu og færa sig úr stað, virðast þeir of veigalitlir til að þola öldurót. Hvernig halda þræðirnir í kræklinginn svo að hann reki ekki stjórnlaust á haf út?

Hugleiddu þetta: Spunaþræðir kræklingsins eru mjúkir og teygjanlegir, en aðeins í annan endann. Tuttugu prósent spunaþráðarins er teygjanlegur en 80 prósent er óteygjanlegur. Vísindamenn hafa komist að raun um að nákvæmlega þetta hlutfall gefur sterkustu bindinguna. Spunaþráðurinn þolir þar af leiðandi kröftugar og óreglulegar bylgjuhreyfingar hafsins.

Prófessor Guy Genin segir þessa uppgötvun stórmerkilega. Hann segir: „Það sem heillar mig mest við þessa lífveru er stórsnjallt samspil teygjanlega hlutans og þess óteygjanlega.“ Vísindamenn telja að hönnun spunaþráðarins geti nýst á fjölmarga vegu, svo sem til að festa tækjabúnað við byggingar og á hluti neðansjávar, tengja sinar við bein og loka skurðsárum. Herbert Waite, prófessor við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum, segir: „Í náttúrunni er að finna ótal úrræði til að láta hluti tolla saman.“

Hvað heldur þú? Þróaðist spunaþráður kræklingsins? Eða býr hönnun að baki?