Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Hitavörn silfurmaursins í Sahara

Hitavörn silfurmaursins í Sahara

SILFURMAURINN í Sahara (Cataglyphis bombycina) þolir meiri hita en flest landdýr sem vitað er um. Hann yfirgefur holu sína og fer í stutta fæðuleit þegar miðdegissólin neyðir þau dýr sem sitja um hann til að leita skjóls í skugga. Hann leitar að öðrum skordýrum sem hafa orðið steikjandi sólarhitanum að bráð.

[50] μm

Hugleiddu þetta: Kostir silfurmaursins eru meðal annars hitavörn sem samsett er úr sérstökum hárum ofan á skrokknum og á hliðum hans, og hárlausum kviðnum. Hárin sem gefa maurnum silfurgljáa, eru örsmáar þríhyrndar pípur. Tvær hliðar þeirra snúa upp og eru með örsmáar gárur eftir endilöngu hárinu en sú hlið sem snýr niður er slétt. Þetta mynstur þjónar tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi endurkastar það sólargeislum og nærinnrauðum geislum. Í öðru lagi hjálpar það dýrinu að dreifa utanaðkomandi hita um líkamann. Hárlaus kviðurinn endurkastar hins vegar miðinnrauðum geislum sem streyma frá eyðimerkursandinum. *

[10] μm

Með þessa hitavörn getur silfurmaurinn haldið líkamshitanum innan þolmarka sem eru 53.6 gráður. Vísindamenn vinna nú að því að búa til efni með sömu eiginleika og þetta litla skordýr býr yfir – efni sem hrindir frá sér hita án þess að viftur eða annan kælibúnað þurfi til.

Hvað heldur þú? Þróaðist hitavörn silfurmaursins? Eða býr hönnun að baki?

^ gr. 4 Aðrir kostir maursins eru meðal annars sérstök hitaþolin prótín líkamans og langir fætur sem halda honum talsvert frá heitum sandinum og gera hann fljótan í förum. Einstök ratvísi hjálpar honum þar að auki að velja skemmstu leiðina heim í holu sína.