Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hreint líferni og djúp virðing vinnur hjörtu

Hreint líferni og djúp virðing vinnur hjörtu

Eiginkonur sem verða vottar vinna eiginmenn sína oft á sitt band með því að líkja eftir Kristi. En það kann að kosta margra ára erfiðleika. (1Pé 2:21–23; 3:1, 2) Haltu áfram að sigra illt með góðu þótt þú þjáist fyrir rangar sakir. (Róm 12:21) Gott fordæmi þitt getur haft jákvæð áhrif sem orð ein og sér megna ekki.

Reyndu að líta á málin frá sjónarhorni maka þíns. (Fil 2:3, 4) Sýndu samkennd og samúð og gerðu þitt besta til að sinna skyldum þínum með sóma. Vertu tilbúinn til að hlusta. (Jak 1:19) Sýndu þolinmæði og fullvissaðu maka þinn um að þú elskir hann. Þótt maki þinn endurgjaldi ekki góðvild þína og virðingu geturðu verið viss um að Jehóva kann að meta trúfesti þína. – 1Pé 2:19, 20.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ JEHÓVA HJÁLPAR OKKUR AÐ BERA BYRÐI OKKAR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig var lífið hjá Grace Li á fyrstu árunum í hjónabandi?

  • Hvað laðaði hana að sannleika Biblíunnar?

  • Hvernig þraukaði Grace Li þrátt fyrir erfiðleika eftir að hún lét skírast?

  • Um hvað bað Grace Li varðandi eiginmann sinn?

  • Hvaða blessun hefur það veitt Grace Li að temja sér hreint líferni og djúpa virðingu?

Hreint líferni og djúp virðing styrkir.