Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Skólar í boði safnaðarins – sönnun þess að Jehóva elskar okkur

Skólar í boði safnaðarins – sönnun þess að Jehóva elskar okkur

JEHÓVA er hinn mikli „lærifaðir“ okkar. (Jes. 30:20) Það er kærleikur sem knýr hann til að veita öðrum menntun og þjálfun. Jehóva elskar Jesú heitt og þess vegna sýnir hann honum „allt sem hann gerir sjálfur“. (Jóh. 5:20) Hann elskar líka okkur sem erum vottar hans, og það knýr hann til að gefa okkur „lærisveinatungu“ þegar við leggjum okkur fram um að heiðra hann og hjálpa öðrum. – Jes. 50:4.

Fræðslunefnd hins stjórnandi ráðs líkir eftir kærleika Jehóva og býður upp á tíu mismunandi skóla til að þjálfa þá sem hafa bæði löngun og aðstæður til að sækja þá. Líturðu á þessa skóla sem sönnun þess að Jehóva elski okkur?

Skoðaðu yfirlitið yfir skóla sem nú eru í boði og athugasemdir nokkurra sem hafa sótt þá. Spyrðu þig síðan hvernig þú getir haft gagn af þessari menntun frá Guði.

NÝTTU ÞÉR ÞJÁLFUNINA FRÁ JEHÓVA

Jehóva er „Guð kærleikans“ og veitir okkur þjálfun sem gefur lífinu meira gildi, býr okkur undir að takast á við erfiðleika og hjálpar okkur að hafa mikla ánægju af þjónustunni við hann. (2. Kor. 13:11) Eins og lærisveinarnir á fyrstu öld erum við vel í stakk búin til að aðstoða aðra og ,kenna þeim að halda allt það‘ sem okkur hefur verið boðið. – Matt. 28:20.

Þó að við getum líklega ekki sótt alla þessa skóla getum við haft gagn af einum þeirra eða fleirum og nýtt okkur biblíufræðsluna sem þeir veita. Við getum líka náð betri árangri í boðunarstarfinu með því að vinna með öðrum þjónum Jehóva sem hafa fengið góða þjálfun.

Spyrðu þig hvort aðstæður þínar leyfi að þú sækist eftir að fá að sitja einhvern þessara skóla.

Þjónar Jehóva líta á það sem heiður að mega styðja þessa skóla og nýta sér þá verðmætu fræðslu sem þar er í boði. Vonandi á þjálfunin eftir að hjálpa þér að nálægja þig Guði og gera þig hæfari til að bera ábyrgðina sem hann hefur falið þér, sérstaklega því áríðandi verkefni að boða fagnaðarerindið.