Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Notarðu JW.ORG nafnspjöldin?

Notarðu JW.ORG nafnspjöldin?

Þar sem þrengingin mikla er skammt undan er mjög brýnt að boða trúna. (Okv 24:11, 12, 20) Við getum hjálpað fólki með því að nota nafnspjöldin til að vekja athygli á orði Guðs og vefsíðunni okkar. Á spjaldinu er merki sem beinir fólki beint inn á myndskeiðið Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? og einnig er boðið upp á nánari upplýsingar eða biblíunámskeið. Sumir þiggja ekki rit en eru til í að skoða vefsíðuna. Ekki hika við að gefa þeim nafnspjald. Skildu það samt ekki eftir hjá þeim sem hafa engan áhuga.

Í dagsins önn gætirðu vakið áhuga einhvers, einfaldlega með því að segja: „Mig langar til að gefa þér þetta kort sem bendir á vefsíðu sem hefur að geyma ókeypis upplýsingar og myndskeið um fjölbreytt efni.“ (Jóh 4:7) Þar sem nafnspjöldin eru lítil er auðvelt að hafa nokkur til taks til að gefa fólki þegar tækifæri gefst.