Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Gefum góð svör

Gefum góð svör

Góð svör eru uppbyggjandi fyrir söfnuðinn. (Róm 14:19) Þau koma þeim líka að gagni sem gefa þau. (Okv 15:23, 28) Við ættum því að reyna að svara að minnsta kosti einu sinni á hverri samkomu. Við fáum auðvitað ekki að svara í hvert sinn sem við réttum upp hönd. Þess vegna er best að undirbúa svör við nokkrum spurningum.

Gott svar ...

  • er einfalt, skýrt og stutt. Í flestum tilfellum tekur það 30 sekúndur eða minna.

  • er best ef við notum okkar eigin orð.

  • er ekki ónauðsynleg endurtekning á svari sem er þegar komið.

Ef þú færð að svara fyrst ...

  • skaltu koma með einfalt og beint svar við spurningunni.

Ef búið er að svara spurningunni gætirðu ...

  • sýnt hvernig biblíuvers sem er vitnað í styður hugmyndina sem er til umræðu.

  • nefnt hvernig efnið hefur áhrif á líf okkar.

  • útskýrt hvernig hægt er að nota upplýsingarnar.

  • sagt stutta frásögu sem undirstrikar lykilatriðin.