Hoppa beint í efnið

Hvers vegna svara Vottar Jehóva ekki öllum ásökunum gegn sér?

Hvers vegna svara Vottar Jehóva ekki öllum ásökunum gegn sér?

 Vottar Jehóva fylgja ráðleggingum Biblíunnar um að svara hvorki öllum ásökunum né þegar gert er gys að þeim. Biblían segir til dæmis: „Sá sem átelur háðskan mann verður aðhlátursefni.“ (Orðskviðirnir 9:7, 8; 26:4) Frekar en að láta dragast inn í rifrildi út af óþarfa áhyggjum af röngum ásökunum, einbeitum við okkur að því að þóknast Guði. – Sálmur 119:69.

 Auðvitað hefur það „að þegja sinn tíma og að tala hefur sinn tíma.“ (Prédikarinn 3:7) Við ræðum við fólk sem hefur einlægan áhuga á að þekkja sannleikann en forðumst að taka þátt í tilgangslausum deilum. Þannig fylgjum við leiðbeiningum og fordæmi Jesú og frumkristinna manna.

  •   Jesús svaraði engu þegar hann var ákærður frammi fyrir Pílatusi. (Matteus 27:11-14; 1. Pétursbréf 2:21-23) Jesús svaraði ekki heldur ásökunum um að hann væri mathákur og vínsvelgur. Þess í stað lét hann verkin tala. Það er í samræmi við frumregluna: „Spekin sannast af verkum sínum.“ (Matteus 11:19) En þegar aðstæður kölluðu á það svaraði hann hugrakkur þeim sem rægðu hann. – Matteus 15:1-3; Markús 3:22-30.

     Jesús kenndi fylgjendum sínum að láta falskar ásakanir ekki draga úr sér kjark. Hann sagði: „Sæl eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.“ (Matteus 5:11, 12) En hann sagði líka að þegar slíkar ásakanir opnuðu fylgjendum hans tækifæri til að bera vitni, stæði hann við loforð sitt: „Ég mun gefa yður orð og visku sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið.“ – Lúkas 21:12-15.

  •   Páll postuli ráðlagði kristnum mönnum að forðast tilgangslausar deilur við andstæðinga og sagði að þær væru „gagnslausar og til einskis.“ – Títusarbréfið 3:9; Rómverjabréfið 16:17, 18.

  •   Pétur postuli hvatti kristna menn til að verja trú sína þegar tækifæri gæfist. (1. Pétursbréf 3:15) Þó viðurkenndi hann að oft væri betra að gera það í verki heldur en með orðum. Hann skrifaði: „Þið þaggið niður í vanþekkingu heimskra manna með því að breyta vel.“ – 1. Pétursbréf 2:12-15.