Orðskviðirnir 9:1–18
9 Viskan* hefur reist sér húsog höggvið út sjö stólpa sína.
2 Hún hefur matreitt kjötið,*blandað vín sittog lagt á borð.
3 Hún hefur sent út þernur sínartil að hrópa af hæðunum í borginni:
4 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:
5 „Komið, borðið brauð mittog drekkið vínið sem ég hef blandað.
6 Segið skilið við barnaskapinn,* þá munuð þið lifa.
Gangið á vegi skynseminnar.“
7 Sá sem leiðréttir háðgjarnan mann býður smáninni heimog þeim sem ávítar vondan mann verður meint af.
8 Ávítaðu ekki hinn háðgjarna því að hann mun hata þig.
Ávítaðu hinn vitra, þá mun hann elska þig.
9 Fræddu hinn vitra og hann verður enn vitrari,kenndu hinum réttláta og hann mun auka við þekkingu sína.
10 Djúp virðing fyrir* Jehóva er upphaf viskunnarog að þekkja Hinn háheilaga veitir skilning.
11 Þökk sé mér verða dagar þínir margirog ævi þín löng.
12 Ef þú verður vitur er það sjálfum þér til góðsen ef þú ert háðgjarn kemur það niður á þér einum.
13 Heimsk kona er hávær.
Hún er einföld og veit ekki neitt.
14 Hún situr við dyrnar á húsi sínu,á stól hátt uppi í borginni,
15 og kallar til þeirra sem eiga leið hjá,þeirra sem ganga beint áfram á leið sinni:
16 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:
17 „Stolið vatn er sættog matur snæddur í leyni er ljúffengur.“
18 En hann veit ekki að þar eru hinir dánu,að gestir hennar eru í djúpum grafarinnar.*
Neðanmáls
^ Eða „Sönn viska“.
^ Orðrétt „slátrað sláturfé sínu“.
^ Eða „hina óreyndu“.
^ Orðrétt „Að óttast“.
^ Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.