Orðskviðirnir 9:1–18
9 Viskan* hefur reist sér húsog höggvið út sjö stólpa sína.
2 Hún hefur matreitt kjötið,*blandað vín sittog lagt á borð.
3 Hún hefur sent út þernur sínartil að hrópa af hæðunum í borginni:+
4 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:
5 „Komið, borðið brauð mittog drekkið vínið sem ég hef blandað.
6 Segið skilið við barnaskapinn,* þá munuð þið lifa.+
Gangið á vegi skynseminnar.“+
7 Sá sem leiðréttir háðgjarnan mann býður smáninni heim+og þeim sem ávítar vondan mann verður meint af.
8 Ávítaðu ekki hinn háðgjarna því að hann mun hata þig.+
Ávítaðu hinn vitra, þá mun hann elska þig.+
9 Fræddu hinn vitra og hann verður enn vitrari,+kenndu hinum réttláta og hann mun auka við þekkingu sína.
10 Djúp virðing fyrir* Jehóva er upphaf viskunnar+og að þekkja Hinn háheilaga+ veitir skilning.
11 Þökk sé mér verða dagar þínir margir+og ævi þín löng.
12 Ef þú verður vitur er það sjálfum þér til góðsen ef þú ert háðgjarn kemur það niður á þér einum.
13 Heimsk kona er hávær.+
Hún er einföld og veit ekki neitt.
14 Hún situr við dyrnar á húsi sínu,á stól hátt uppi í borginni,+
15 og kallar til þeirra sem eiga leið hjá,þeirra sem ganga beint áfram á leið sinni:
16 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:+
17 „Stolið vatn er sættog matur snæddur í leyni er ljúffengur.“+
18 En hann veit ekki að þar eru hinir dánu,að gestir hennar eru í djúpum grafarinnar.*+
Neðanmáls
^ Eða „Sönn viska“.
^ Orðrétt „slátrað sláturfé sínu“.
^ Eða „hina óreyndu“.
^ Orðrétt „Að óttast“.
^ Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.