Hoppa beint í efnið

Hvað gerist við dauðann?

Hvað gerist við dauðann?

Svar Biblíunnar

 Biblían segir: „Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt ... Allt sem hönd þín megnar að gera með kröftum þínum, gerðu það, því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ (Prédikarinn 9:5, 10; Sálmur 146:4) Þess vegna erum við ekki lengur til þegar við deyjum. Dáið fólk getur ekkert gert eða hugsað og hefur engar tilfinningar.

„Til moldar skaltu aftur hverfa“

 Þegar Guð talaði við fyrsta manninn, Adam, lýsti hann því sem gerist við dauðann. En Adam óhlýðnaðist. Þess vegna sagði Guð við hann: „Mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.“ (1. Mósebók 3:19) Adam var ekki til áður en Guð skapaði hann „af moldu jarðar.“ (1. Mósebók 2:7) Á sama hátt hvarf Adam aftur til moldar þegar hann hætti að vera til.

 Það sama gerist þegar fólk deyr nú. Biblían segir bæði um menn og skepnur: „Allt fer sömu leiðina: Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar.“ – Prédikarinn 3:19, 20.

Dauðinn er ekki endilega endir alls

 Biblían líkir dauðanum oft við svefn. (Sálmur 13:4; Jóhannes 11:11-14; Postulasagan 7:60) Þeir sem eru í fastasvefni vita ekkert hvað gerist í kringum þá. Hinir dánu eru heldur ekki meðvitaðir um neitt. En Biblían segir að Guð geti vakið dáið fólk, líkt og af svefni, og veitt því líf á ný. (Jobsbók 14:13-15) Dauðinn er þess vegna ekki endir alls fyrir þá sem Guð reisir upp til lífs.