Sálmur 13:1–6

  • Þrá eftir björgun Jehóva

    • „Hversu lengi, Jehóva?“ (1, 2)

    • Jehóva launar ríkulega (6)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 13  Hversu lengi ætlarðu að gleyma mér, Jehóva? Að eilífu? Hversu lengi ætlarðu að hylja auglit þitt fyrir mér?   Hversu lengi á ég að vera áhyggjufullur,bera sorg í hjarta hvern dag? Hversu lengi á óvinur minn að hrósa sigri yfir mér?   Líttu til mín og svaraðu mér, Jehóva Guð minn. Tendraðu ljós augna minna svo að ég sofni ekki svefni dauðans   og óvinur minn segi: „Ég hef sigrað hann,“og fagni síðan yfir ógæfu minni.   Ég treysti á tryggan kærleika þinn,hjarta mitt gleðst yfir hjálp þinni.   Ég vil syngja fyrir Jehóva því að hann hefur launað mér ríkulega.

Neðanmáls