Svar Biblíunnar

Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvers vegna fólk deyr, sérstaklega þegar við missum náin ættingja eða vin. Biblían segir: „Syndin er broddur dauðans.“ – 1. Korintubréf 15:56.

Hvers vegna syndga allir menn og deyja?

Fyrstu mennirnir, Adam og Eva, dóu vegna þess að þau syndguðu gegn Guði. (1. Mósebók 3:17-19) Uppreisn þeirra gegn Guði gat ekki haft neitt annað í för með sér en dauða, því hjá honum er „uppspretta lífsins.“ – Sálmur 36:10; 1. Mósebók 2:17.

Allir afkomendur Adams hafa síðan fengið þennan galla, syndina, í arf. Biblían segir: „Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig er dauðinn runninn til allra manna því að allir syndguðu þeir.“ (Rómverjabréfið 5:12) Allir deyja vegna þess að allir syndga. – Rómverjabréfið 3:23.

Dauðinn verður afmáður

Guð hefur lofað að sá tími komi að hann muni „afmá dauðann að eilífu.“ (Jesaja 25:8) Til að afmá dauðann verður Guð að afmá orsök dauðans, það er að segja syndina. Guð mun gera það fyrir milligöngu Jesú Krists sem „hreinsar okkur af allri synd.“ – 1. Jóhannesarbréf 1:7; Jóhannes 1:29.