Hoppa beint í efnið

Hvers vegna deyr fólk?

Hvers vegna deyr fólk?

Svar Biblíunnar

Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvers vegna fólk deyr, sérstaklega þegar við missum náin ættingja eða vin. Biblían segir: „Syndin er broddur dauðans.“ – 1. Korintubréf 15:56.

Hvers vegna syndga allir menn og deyja?

Fyrstu mennirnir, Adam og Eva, dóu vegna þess að þau syndguðu gegn Guði. (1. Mósebók 3:17-19) Uppreisn þeirra gegn Guði gat ekki haft neitt annað í för með sér en dauða, því hjá honum er „uppspretta lífsins.“ – Sálmur 36:10; 1. Mósebók 2:17.

Allir afkomendur Adams hafa síðan fengið þennan galla, syndina, í arf. Biblían segir: „Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig er dauðinn runninn til allra manna því að allir syndguðu þeir.“ (Rómverjabréfið 5:12) Allir deyja vegna þess að allir syndga. – Rómverjabréfið 3:23.

Dauðinn verður afmáður

Guð hefur lofað að sá tími komi að hann muni „afmá dauðann að eilífu.“ (Jesaja 25:8) Til að afmá dauðann verður Guð að afmá orsök dauðans, það er að segja syndina. Guð mun gera það fyrir milligöngu Jesú Krists sem „hreinsar okkur af allri synd.“ – 1. Jóhannesarbréf 1:7; Jóhannes 1:29.