Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 108

Elska Guðs er trúföst

Elska Guðs er trúföst

(Jesaja 55:1-3)

  1. 1. Elska Guðs trúföst er,

    umhyggju hann auðsýnir mér.

    Guð í kærleika gaf sinn son,

    gjald það opnaði mönnum von.

    Okkur lífið er unnt að fá,

    eilíft frelsi sem allir þrá.

    (VIÐLAG)

    Komið þið nú, þyrstu menn,

    þiggið lífsins vatnið tært.

    Lífið öðlist allir menn,

    ást Guðs fær endurnært.

  2. 2. Elska Guðs trúföst er,

    allt hans verk því glöggt vitni ber.

    Kærleik mikinn hann kaus að tjá,

    krýndi Jesú Krist himni á.

    Fyrirætlun hans uppfyllt er,

    augljóslega hans ríki’ er hér.

    (VIÐLAG)

    Komið þið nú, þyrstu menn,

    þiggið lífsins vatnið tært.

    Lífið öðlist allir menn,

    ást Guðs fær endurnært.

  3. 3. Elska Guðs trúföst er,

    andinn auki kærleik hjá mér.

    Mildum hjálpum og menntum þá,

    megi nærast þeir Guði hjá.

    Og með ákafa prédikum,

    allir elsku Guðs heyri um.

    (VIÐLAG)

    Komið þið nú, þyrstu menn,

    þiggið lífsins vatnið tært.

    Lífið öðlist allir menn,

    ást Guðs fær endurnært.