Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 107

Guð er fyrirmynd um kærleikann

Guð er fyrirmynd um kærleikann

(1. Jóhannesarbréf 4:19)

 1. 1. Hjá Jehóva von og fyrirmynd fáum,

  kennir hann kærleikann.

  Með leiðsögn hann kom, af samskiptum sjáum

  hvernig má tjá, elsku hans fá.

  Hann gaf eigin son, það kærleik hans tjáði,

  er lausnargjald var og syndir afmáði.

  Það sannar hans ást sem Ritningin spáði.

  Kærleikans leið er skaparans leið.

 2. 2. Er fetum þann veg þá elskan til bræðra

  verður sönn, hlý og sönn.

  Þá knýr þessi ást, sem öllu er æðra,

  allt bræðralag, eflir þess hag.

  Ef elskum við Guð þá elskum við bræður,

  við miskunnum þeim því kærleikur ræður

  en ávöxtur hans er alveg einstæður.

  Þá vel mun sjást sönn bróðurleg ást.

 3. 3. Að fyrirmynd Guðs við fjölskylda erum,

  sameinuð lofum Guð.

  Við hjálpumst öll að og boð hans út berum:

  „Upplifið hér hvað eining er.“

  Hér gleði má sjá sem einkennismerki

  því innblásin orðin birtast í verki

  og hvatning má fá svo villumst við ekki

  Jehóva frá, hans kærleika frá.